Veitingastaðurinn á Hótel Gíg

Veitingastaður Hótel Gíg

Veitingastaður Hótel Gígs

Á Hótel Gíg er boðið upp á veglegar veitingar af matseðli sem gestir geta notið í fallegu og afslöppuðu umhverfi.
Veitingastaðurinn er opinn yfir sumartímann samhliða hótelinu fyrir gesti og gangandi.

Opnunartími:

Veitingastaðurinn er opinn frá klukkan 11:30-22:00. 
Matseðill er í boði milli klukkan 11:30-16:00 og 18:00-22:00.
Kaffiseðill er opinn milli 16:00-18:00.

Njóttu frábærra veitinga með góðu útsýni yfir eina fegurstu náttúruperlu Íslands, Mývatnssveit. 


Veitingastaður á Hótel Gíg

Matseðill

Léttir réttir

Súpa dagsins ásamt nýbökuðu brauði. kr. 1.390.-
Grafinn lax með salati, rúgbrauði, eggi og dillsósu. kr. 1.890.-
Lamba tvenna með Havarti, rauðlauk og bláberjavinagrete kr. 1.890.-

 

Smáréttir

Hamborgari með beikoni, salati, tómat og rauðlauk. Borinn fram með frönskum kartöflum og kokteilsósu kr. 2.390.-
Grísaloka með salati, papriku og skarlottulauk. Borin fram með aioli og frönskum kartöflum.  kr. 2.490.-
Klúbbsamloka með kjúkling, beikoni, tómat og salati.  kr. 2.290.-
Salat með kjúkling, fetaost, ávöxtum og grænmeti.  kr. 2.190.-
Grænmetislasagne með kryddjurtaaioli og salati, borið fram með hvítlauksbrauði. kr. 2.590.-

 

Aðalréttir

Grilluð nautasteik með krömdum kartöflum, bökuðum gulrótum, volgu aspassalati og kryddsmjöri. kr. 5.890.-
Grillað lambafille með krömdum kartöflum, bökuðum rauðrófum og rauðvínssósu. kr. 5.690.-
Pönnusteiktur silungur með kartöflustöppu, pikkluðum kúrbít, salati og sauce vierge.  kr. 3.890.-
Ofnbakaður saltfiskur með ristuðu smælki og tómatkryddjurtasósu. kr. 3.890.-

 

Þriggja rétta kvöldverður

Þriggja rétta kvöldverður að hætti kokksins, spyrjið þjóninn hvað er á boðstólnum. kr. 7.100.-

Athugið: Í boði milli 18:00 - 22:00.

 

Eftirréttir

Rabarbara crumble með jarðaberjasorbet. kr. 1.890.-
Vanilluskyr með ensku kremi og bláberjasorbet. kr. 1.890.-
Gelato ísþrenna með súkkulaðisósu og þeyttum rjóma. kr. 1.890.-
Súkkulaðiþrenna sem inniheldur bakað, kælt og fryst súkkulaði. kr. 1.890.-

 


Veitingastaður á Hótel Gíg

Kaffiseðill

Á milli klukkan 16:00-18:00 býðst gestum og gangandi að versla sér ljúffengar veitingar af kaffiseðli og njóta ásamt kaffibolla í björtum veitingasalnum.

Belgísk vaffla með ís, berjum og karamellusósu kr. 890.-
Súkkulaðikaka með ís og berjum kr. 890.-
Ís með súkkulaðisósu og þeyttum rjóma kr. 890.-

 


Setustofan á Hótel Gíg

Bar og setustofa

Eftir ferðalag eða ævíntýri í Mývatnssveit er notalegt að setjast niður og njóta umhverfisins í gegnum bjarta glugga veitingasalarins. Á barnum er meðal annars hægt að fá kaffi, te eða vínglas og meðlæti að hætti hússins. Sólsetur við Mývatn er engu líkt og ef heppnin er með þér nærðu að upplifa það í kyrrðinni á Hótel Gíg. 


Veislusalurinn á Hótel Gíg

Veislur og fundir

Veitingasalurinn á Hótel Gíg hentar vel fyrir fundi, málþing eða veisluhald. Salurinn tekur allt að 120 manns í sæti og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Á staðnum eru skjávarpar, sjónvörp, fletti- og tússtöflur, tölvur og prentarar auk internettengingar. Veitinga- og fundasvið Kea hótelanna veita allar nánari upplýsingar fundir@keahotels.is