Vetrartilboð á Hótel Kea

 Komdu norður og njóttu notalegra vetrarstunda á Akureyri

Akureyri er heillandi áfangastaður að vetri og því er freistandi að skella sér norður og njóta alls þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Skíðaferð, heimsókn í Jólahúsið, ís í Brynju, afslöppun í Sundlaug Akureyrar, tónleikar á Græna hattinum eða leiksýning í Hofi er tilvalin dægrardvöl í höfuðborg norðursins.

Gisting fyrir einn í þrjár nætur með morgunverði auk tveggja rétta kvöldverðar á Múlaberg Bistro og Bar tvö kvöld af vetrartilboðsmatseðli.

Verð á mann miðað við eins manns herbergi: 38.800 kr. 

Gisting fyrir tvo í þrjár nætur með morgunverði auk tveggja rétta kvöldverðar á Múlaberg Bistro og Bar tvö kvöld af vetrartilboðsmatseðli.

Verð á mann miðað við tveggja manna herbergi: 35.500 kr. 


Vinsamlegast hringið í síma 460 2000 til að bóka Vetrartilboðið

*Vetrartilboðið gildir til 30. apríl 2017, að undanskildum 23. desember - 1. janúar og 26. febrúar - 3. mars.


Innifalið

  • Gisting í þrjár nætur
  • Tveggja rétta kvöldverður tvö kvöld af vetrartilboðs matseðli
  • Morgunverður
  • Gistináttagjald
  • Þráðlaust net

Gisting fyrir börnin

  • Börn fædd 2011-2014 greiða 13.800 kr. fyrir gistingu í þrjár nætur miðað við að vera upp í hjá foreldrum / í barnarúmi / á dýnu 
  • Börn fædd 2001-2010 greiða 16.400 kr. fyrir gistingu í þrjár nætur á dýnu en 25.400 kr. fyrir gistingu í rúmi
  • Innifalið í verði fyrir börn er morgunverður og kvöldverður tvö kvöld (val af barnamatseðli) 

Hotel Kea Herbergi Vetrartilboð á Hótel Kea Múlaberg Bistro og Bar Vetrarmynd