Vetrartilboð á Norðurlandi

Hótel Norðurland - setustofaVetrartilboðið er frábært fyrir þá sem eiga stutt erindi til Akureyrar en vilja nýta ferðina og njóta alls þess sem Akureyri hefur upp á að bjóða yfir vetrartímann. Höfuðstaður Norðurlands er rómaður fyrir fallega náttúru, fjölskrúðugt menningarlíf, hugguleg kaffihús og úrval góðra veitingastaða. Heimsókn í Jólahúsið, ís í Brynju, afslöppun í Sundlaug Akureyrar, tónleikar á Græna hattinum eða leiksýning í Hofi er bara brot af því besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða.

Innifalið í Vetrartilboði er: 

   • Gisting fyrir tvo í eina nótt
   • Glæsilegur morgunverður
   • Frí nettenging
   • Möguleiki á að bóka tveggja rétta kvöldverð á Múlaberg Bistro & Bar á 7.900kr (bókast í gegnum síma eða við komu) 
 
Verð 13.200,- kr. miðað við tvo í tveggja manna herbergi
Vinsamlegast hringið í síma 462-2600 eða sendið tölvupóst á nordurland@keahotels.is til að bóka vetrartilboðið
 

Tilboðið gildir frá 20.09.16 - 14.05.17 og er háð bókunarstöðu

Hótel Norðurland, AKureyri - Hlíðarfjall Hótel Norðurland Hótel Norðurland - tveggja manna herbergi Hótel Norðurland Akureyri