Fréttir

Hótel Borg - Leiðandi hótel á Íslandi 2017

Hótel Borg hefur verið valið Iceland’s Leading Hotel, eða mest leiðandi hótel landsins, þriðja árið í röð af hinum virtu verðlaunum World Travel Awards.
Lesa meira

Jamie's Italian á Hotel Borg

Jamie´s Italian hefur nú opnað í nýuppgerðum salarkynnum á jarðhæð Hótel Borgar. Veitingastaðurinn, sem er hluti af keðju inblásinni af ítalskri matarmenningu í eigu Jamie Oliver, er fyrsti sinnar tegundar hér á landi og hluti af yfir sextíu sambærilegum stöðum undir merkjum Jamie´s Italian um allan heim.
Lesa meira

Keahótel hljóta viðurkenningar frá TripAdvisor

Á dögunum veitti TripAdvisor viðurkenningar til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar sem hafa hlotið góð meðmæli frá sínum gestum og þykja standa öðrum framar í þjónustu og gæðum. Keahótel eru stolt af því að tilkynna að fimm af okkar hótelum hlutu verðlaunin "Certificate of Excellence 2017", auk þess sem Apótek Hótel og Skuggi Hótel hlutu "Travelers’ Choice Award 2017".
Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Keahótel ehf. er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt greiningu Creditinfo á styrk og stöðugleika fyrirtækja fyrir árið 2016. Þetta er í fimmta sinn sem Keahótel hlýtur viðurkenninguna, eða samfleytt fyrir tímabilið 2012-2016.
Lesa meira

Ný merki fyrir Hótel Gíg og Hótel Norðurland

Í dag voru ný merki formlega opinberuð og tekin í notkun fyrir Hótel Gíg og Hótel Norðurland. Nýju merkin eru hluti af vörumörkun Keahótela, en líkt og önnur hótelmerki innan keðjunnar bera þau undirskriftina BY KEAHOTELS.
Lesa meira

Hótel Borg hlýtur viðurkenningu

Hótel Borg hlaut hin virtu World Travel Awards sem Iceland´s Heading Hotel annað árið í röð. Hótel Borg hefur löngum verið þekkt fyrir fágun og glæsilega, en viðurkenningin undirstrikar ánægju gesta með þjónustu og aðbúnað hótelsins.
Lesa meira

Storm Hótel opnar

Keahótel hafa nú opnað sitt fimmta hótel í Reykjavík og nefnist það Storm Hótel. Hótelið er vel staðsett í göngufjarlægð frá Laugaveginum auk þess sem stutt er í Laugardalinn. Hótelið er smekklega innréttað í skandinavískum stíl, með léttum innréttingum og dempaðri litapalettu.
Lesa meira

Hótel Borg á tímamótum

Nýlega hlaut Hótel Borg hin virtu World Travel Awards sem mest leiðandi hótel á Íslandi. Þetta er kærkomin viðurkenning fyrir hótelið sem hefur gengið í gegnum umfangsmiklar breytingar undanfarið og greinilegt að uppfærslan leggst vel í gesti Hótel Borgar.
Lesa meira

Skuggi Hótel opnar

Ljósmyndir Rax gegna veigamiklu hlutverki í hönnun nýjasta hótels Keahótela, Skugga Hótel, sem opnaði nýlega við Hverfisgötu í Reykjavík. Listamaðurinn Guido van Helten málaði listaverk eftir ljósmyndum Rax, Ragnars Axelssonar og er þetta í fyrsta sinn sem unnið er á þennan hátt með myndir Rax. Verkin eru unnin upp úr ljósmyndabók hans Fjallaland og prýða nú veggi í móttöku og veitingarými Skugga Hótels.
Lesa meira

Akureyri besti áfangastaður Evrópu

Ferðavefurinn Lonely Planet gaf nýlega út lista yfir bestu staðina til að heimsækja sumarið 2015. Skemmst er frá því að segja að Akureyri skipaði fyrsta sæti listans.
Lesa meira