Hótelin okkar

Keahotels er ein af stærstu hótel keðjum Íslands með hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík, Grímsnesi og Siglufirði.

Map of iceland

Koma

Select date

Brottför

Select date

Gestir og Valkostir

2 gestir

Brúðkaup og veislur

Hótel Grímsborgir er með gistingu fyrir 240 manns og glæsilega veislusali sem taka allt að 200 manns í sæti sem henta veislum og mannfögnuðum af öllum toga. Rómaðar veitingar, náttúrufegurð og hugguleg umgjörð hótelsins hjálpast að við að skapa fullkomna veislu.

Tveir salir eru í aðalrými hótelsins sem taka allt að 200 manns í sæti samanlagt. Annar tilheyrir veitingastaðnum og hinn er í hliðarsal við veitingastað. Hægt er að skipta hliðarsal í 2 rými og setja vegg á milli fyrir minni veislur.

Þriðji og nýjasti salurinn er í sér byggingu sem og innheldur 10 svítur allar með sér heitum potti. Salurinn tekur allt að 60-70 manns í sæti og inniheldur bar og allan tækjabúnað sem þarf til að halda veislu. Salurinn er frábær kostur fyrir minni brúðkaup, afmæli eða aðrar veislur.

Hjá okkur hafa verið haldnar ótal veislur, og eins hafa hjónavígslur farið hér fram. Sum brúðhjón nota nálægar náttúruperlur til að skapa athöfninni umgjörð – gifta sig undir berum himni í fagurri náttúrunni, t.d. á Þingvöllum eða við Kerið og mæta svo til okkar á Hótel Grímsborgir til að halda upp á viðburðinn í fallegu sal í kjarrivöxnu umhverfi.

Það er vinsælt að gifta sig undir berum himni í fagurri náttúrunni og mæta svo til okkar á Hótel Grímsborgir til að halda upp á viðburðinn í fallegum veislusal. Allir salirnir eru allir bjartir með stórum gluggum, fallegu útsýni og hægt er að ganga út á verönd á stóra verönd.

Starfsfólk okkar aðstoðar við allan undirbúning s.s. að panta brúðartertu, skreytingar á herbergjum og allt sem til þarf til að gera daginn ógleymanlegan.

Hafðu samband

Til að fá frekari upplýsingar eða til að bóka hafið samband hér

grimsborgir@keahotels.is