Kostir þess að bóka á vefnum

Besta verðið

Apótek Hótel

Apotek ExteriorApótek Hótel er glæsilegt hótel á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Byggingin var teiknuð árið 1917 af Guðjóni Samúelssyni, fyrrum húsameistara ríkisins, en eftir hann standa margar af þekktustu og fegurstu byggingum landsins. Má þar helst nefna Þjóðleikhúsið, Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og Hótel Borg.

Hótelið er staðsett í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir. Á hótelinu eru 45 herbergi, þar af eru átta Junior svítur og ein Turnsvíta. 

Velkomin á Apótek Hótel.

Austurstræti 16

 

Apotek Old ExteriorApótek Hótel er staðsett í hinu þekkta húsi Austurstræti 16. Byggingin er betur þekkt sem Reykjavíkur Apótek en það var rekið í Austurstræti 16 um árabil. Byggingin er talin meðal merkustu bygginga borgarinnar.

 

 

 

 

 

 

Apotek Kitchen + Bar

Staðsetning

- Reykjavík -

Apotek Location ExteriorApótek Hótel er staðsett í hjarta Reykjavíkur, en borgin þekkt fyrir fjölbreytt mannlíf og spennandi afþreyingu. Hótelið stendur við Austurvöll aðeins steinsnar frá Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og Hótel Borg. Í göngufæri frá hótelinu má finna fjölda veitingahúsa, safna og verslana og því auðvelt fyrir gesti að njóta miðborgarinnar fótgangandi.

Apótek Hótel er skráð að Austurstræti 16 en gengið er inn frá Pósthússtræti. Sjá kort fyrir nánari upplýsingar.

Önnur KEAhótel í Reykjavík