Herbergi

Á Apótek Hótel eru 45 glæsilega innréttuð herbergi. Lagt var upp með þægindi í bland við nútímalegt útlit með klassísku yfirbragði við hönnun þeirra og tóna herbergin vel við ytra útlit hótelsins. 

Herbergin á Apótek Hótel eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, Nespresso kaffivél, Bluetooth hátalari, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásari, baðsloppur og inniskór, baðvörur, RB rúm, skrifborð, strauborð og straujárn og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum.

Fyrir þá sem vilja enn meiri lúxus bjóðum við upp á Superior- og Deluxe herbergi ásamt Juniorsvítum og Turnsvítu.