Staðsetning

Hótel Borg stendur tignarlegt við Austurvöll í Reykjavík. Hin glæsilega bygging, sem orðin er eitt af táknum Reykjavíkur, sómir sér vel við hlið Dómkirkjunnar og Alþingishússins og á sinn þátt í að gera Austurvöllinn að því aðdráttarafli sem hann er fyrir borgarbúa.

GPS hnit: 64° 8,824'N, 21° 56,324'W (ISN93: 357.006, 408.239)