Um Apótek Hótel

Apotek Reception about

Apótek Hótel

Apótek Hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Byggingin var hönnuð árið 1917 af Guðjóni Samúelssyni fyrrum húsameistara ríkisins. Guðjón teiknaði margar af þekktustu byggingum Íslands, til að mynda Hótel Borg, Akureyrarkirkju og Hallgrímskirkju. Hótelið er staðsett í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir. Á hótelinu eru 45 herbergi, Á hótelinu eru 45 herbergi, þar af eru sjö Junior svítur og ein Turnsvíta.

 


 Apotek Kitchen + Bar

APÓTEK HÓTEL

APOTEK KITCHEN + BAR 

Veitingastaðurinn Apotek Kitchen + Bar er staðsettur á jarðhæð Apótek Hótel. Við hönnun staðarins var leitast við að gera byggingunni og sögu hússins hátt undir höfði ásamt því að halda heiðri eldhússins á lofti. Útkoman er nútímaleg og skapar skemmtilegt, en á sama tíma afslappað, andrúmsloft.

Á matseðlinum má finna skemmtilega blöndu af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Meðal rétta á seðlinum er fjöldi smárétta sem mælt er sérstaklega með að gestir smakki og njóti saman. Á Apotekinu er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar“ hrista saman spennandi kokteila við allra hæfi, örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.

Apotek Kitchen + Bar Apotek Kitchen + Bar Reykjavik Menu Apotek Kitchen + Bar Reykjavik Menu

 

Austurstræti 16

Apotek - Austurstræti 16

Byggingin er hýsir Apótek Hótel er ein af þekktustu byggingum Reykjavíkur og á sér mikla og ríka sögu. Húsið var byggt árið 1917 tveimur árum eftir brunann mikla. Það var Guðjón Samúelsson sem teiknaði húsið en þetta var eitt af hans fyrstu verkum. Stuttu seinna var hann ráðinn húsameistari ríkisins og hannaði seinna þekktar íslenskar byggingar svo sem Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og Hótel Borg. 

Byggingin er oft nefnd Reykjavíkur Apótek, en apótek er bar þetta sama nafn var rekið í byggingunni um árabil.