Um Apótek Hótel

Apotek Reception about

Apótek Hótel

Apótek Hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Byggingin var hönnuð árið 1917 af Guðjóni Samúelssyni fyrrum húsameistara ríkisins. Guðjón teiknaði margar af þekktustu byggingum Íslands, til að mynda Hótel Borg, Akureyrarkirkju og Hallgrímskirkju. Hótelið er staðsett í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir. Á hótelinu eru 45 herbergi, Á hótelinu eru 45 herbergi, þar af eru sjö Junior svítur og ein Turnsvíta.


 

Apotek Old

Austurstræti 16

Byggingin er hýsir Apótek Hótel er ein af þekktustu byggingum Reykjavíkur og á sér mikla og ríka sögu. Húsið var byggt árið 1917 tveimur árum eftir brunann mikla. Það var Guðjón Samúelsson sem teiknaði húsið en þetta var eitt af hans fyrstu verkum. Stuttu seinna var hann ráðinn húsameistari ríkisins og hannaði seinna þekktar íslenskar byggingar svo sem Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og Hótel Borg. 

Byggingin er oft nefnd Reykjavíkur Apótek, en apótek er bar þetta sama nafn var rekið í byggingunni um árabil.