Hótel Tilboð

Tilboð

Exeter Hótel

Exeter Hótel í ReykjavíkExeter Hótel er nýtt og glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem staðsett er við gömlu höfnina í Reykjavík þar sem gestir geta notið framúrskarandi þjónustu. Á Exeter Hótel eru 106 vel útbúin herbergi sem öll eru vandlega hönnuð í nútímalegum iðnaðarstíl með sterkri tengingu við sögu hússins þar sem hvert smáatriði er vandlega valið í þeim tilgangi skapa einstaka upplifun fyrir gesti.

Öll herbergi á Exeter Hótel eru útbúin öllum nútíma þægindum: baðherbergi með sturtu, hárblásara, síma, snjallsjónvarpi, kaffivél, míníbar, öryggishólfi og þráðlausri nettengingu.

BÓKA HERBERGI

Nýstárleg hótelupplifun

Exeter Hótel í Reykjavík

Opið rými liggur frá inganginum að framan í gegnum húsið að opnum bakgarði þar sem veitingastaður, bar, setustofa og gestamóttaka flæða saman í eitt. Hátt er til lofts á jarðhæðinni sem tengist bakgarðinum með glerveggjum og skapa samspil milli herbergja á efri hæðum bygginganna við flæði gesta og gangandi frá höfninni.

Staðsetning

- Reykjavík -

Reykjavík sem höfuðborg er í stöðugri þróun og mörkin milli verslunar-, íbúða- og iðnaðarhverfa verða sífelt ógreinilegri. Exeter Hótel er staðsett í spennandi hverfi þar sem má finna skemmtilega blöndu af verslun, menningu og íbúahverfi alveg við gömlu höfnina.

Önnur hótel í Reykjavík