Hótel Tilboð

Tilboð

Exeter Hótel

Exeter Hótel í ReykjavíkExeter Hótel er lúxushótel sem stendur við gömlu Reykjavíkurhöfnina. Áhersla er lögð á góða hverfisstemningu auk alls þess sem gæðahóteldvöl hefur upp á að bjóða. Aðalbygging hótelsins er endurgerð á gamla Exeter húsinu sem var reyst upprunalega árið 1904, þá sem geymsluskúr. Húsið hefur nú verið tengt við nýbyggingar og ber heildarútlit hótelsins merki nútíma arkitektúrs auk þess að heiðra hina gömlu götumynd Tryggvagötu.

 

BÓKA HERBERGI

Nýstárleg hótelupplifun

Exeter Hótel í Reykjavík

Opið rými liggur frá inganginum að framan í gegnum húsið að opnum bakgarði þar sem veitingastaður, bar, setustofa og gestamóttaka flæða saman í eitt. Hátt er til lofts á jarðhæðinni sem tengist bakgarðinum með glerveggjum og skapa samspil milli herbergja á efri hæðum bygginganna við flæði gesta og gangandi frá höfninni.

Staðsetning

- Reykjavík -

Reykjavík sem höfuðborg er í stöðugri þróun og mörkin milli verslunar-, íbúða- og iðnaðarhverfa verða sífelt ógreinilegri. Exeter Hótel er staðsett í spennandi hverfi þar sem má finna skemmtilega blöndu af verslun, menningu og íbúahverfi alveg við gömlu höfnina.

Önnur hótel í Reykjavík