Herbergi

Á Exeter Hótel eru 106 herbergi sem eru hönnuð í nútímalegum iðnaðarstíl. Notagildi og smekklegt útlit haldast í hendur í vel völdum húsgögnum og smáatriðum, með áherslu á traustan efnivið.

Herbergin á Exeter Hótel eru búin helstu nútímaþægindum eins og snjallsjónvarpi, síma, öryggishólfi og litlum ísskáp. Þar að auki er frí internettenging, kaffivél og tesett, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásari, skrifborð og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum.

Fyrir þá sem vilja enn meiri lúxus bjóðum við upp á Superior- og Deluxe herbergi ásamt Juniorsvítum og Svítu.