Meira

Aðstaðan á Exeter Hotel

Exeter Hotel in Reykjavik - reception

Á Exeter Hótel leggjum við áherslu á að uppfylla allt það sem góð hóteldvöl felur í sér... og meira til. Á hótelinu er:

  • Bar
  • Veitingastaður
  • Bakarí
  • Talva fyrir gesti í móttöku
  • Farangursgeymsla
  • Morgunverður
  • Gufubað
  • Líkamsræktarherbergi
  • Bílakjallari

Gufubað og líkamsræktaraðstaða

Við bjóðum gestum okkar að slaka á í notalegu þurrgufubaði og hvíldarrými sem staðsett er á jarðhæð hótelsins. Úr hvíldarrýminu er hægt að ganga út í bakgarðinn og kæla sig niður eða sóla sig eftir því hvernig viðrar. Líkamsræktaraðstaða með helstu tækjum og lóðum er til taks fyrir þá sem vilja halda sinni æfingarútínu. 
 
Gufubað á Exeter Hótel Gufubað á Exeter Hótel Líkamsræktaraðstaða á Exeter Hótel

 

Le Kock veitingastaður á Exeter Hótel

Þrír matreiðslumenn með ástríðu fyrir heiðarlegum og bragðgóðum mat standa á bak við veitingastaðinn Le Kock þar sem boðið er upp á fjölmenningarlegt götufæði. Vittu til! Það er ekkert tilgerðarlegt við matseðilinn hér, aðeins áhugaverð blanda af hágæða hráefni og mikil ástríða fyrir matargerð.

 

Tail bar á Exeter Hótel  

Hér gerast töfrarnir og hér verða hanastélin til, á Tail! Finndu þitt innra grúv með því að smakka einhverja af auðkennis kokteilum staðarins eða einn af sérvöldu bjórunum sem koma beint af dælum.


 

Deig bakarí á Exeter Hótel

Hefur þú heyrt söguna af því þegar íslenska kleinan gaf saman amerísku beygluna og franska hornið? Ekki? Engar áhyggjur, þú getur bragðað á þessu öllu hjá Deig, þar sem brauð er gert úr kartöflum og rjómaosturinn er ekki allur þar sem hann er séður.