Herbergi

Á Hótel Borg eru 99 herbergi, þar af eru 6 svítur og 1 turnsvíta. Líkt og hótelið sjálft eru öll herbergin innréttuð í art deco stíl sem er einkennandi fyrir bygginguna og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum. Lagt var upp með þægindi í bland við fágun við hönnun herbergjanna.

Herbergin á Hótel Borg eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjásjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, Nespresso kaffivél, Bluetooth hátalari, sérbaðherbergi með sturtu og/eða baðkari, upphituð baðherbergisgólf, hárblásari, baðsloppur og inniskór, baðvörur, skrifborð, strauborð og straujárn og parketlögð gólf inn á öllum herbergjum. Inni á svítum er að auki notalegar setustofur.