Flýtilyklar
Turnsvíta
Lýsing herbergis
Turnsvítan á Hótel Borg, sem er á tveimur hæðum, er huggulega innréttuð í art deco stíl og búin öllum helstu nútímaþægindum til að tryggja notalega dvöl. Gengið er inn í forstofu með fataskáp ásamt skrifborði. Á vinstri hönd er baðherbergi með bæði sturtu og baðkari ásamt hita í gólfi. Á hægri hönd úr forstofu er rúmgott svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi ásamt flatskjá. Úr forstofu liggja tröppur upp á efri hæð, en þar er setustofa með panorama útsýni yfir Reykjavík. Mögulegt er að stækka svítuna í tveggja eða þriggja herbergja með því að opna á milli í aðliggjandi Deluxe herbergi.
STÆRÐ: 70m2
RÚM: King 180cm
Búnaður í herbergi
- Frí internet tenging
- Sjónvarp
- Sími
- Nespresso kaffivél
- Bluetooth hátalari
- Míníbar
- Baðherbergi
- Sturta og baðkar
- Hárblásari
- Baðsloppur og inniskór
- Baðvörur
- Upphitað baðherbergisgólf
- Setustofa
- Öryggishólf
- Skrifborð
- Strauborð og straujárn
- Parketlögð gólf