Borg SPA

Hótel Borg SPA

Heilsulind og líkamsrækt

Við bjóðum gesti okkar velkomna á Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt á Hótel Borg. Á Borg Spa er lögð áhersla á að veita fyrsta flokks þjónustu í rólegu og fallegu umhverfi. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval meðferða þar sem hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.

Á Borg Spa er:
 • Heitur pottur
 • Gufubað
 • Sauna
 • Hvíldarrými
 • Líkamsræktaraðstaða

 

 

 

 

 

Opnunartími:
 • Líkamsræktaraðstaðan er opin alla daga 06:00 - 20:00
 • Heilsulindin er opin alla daga frá 10:00 - 20:00
 

Aðgangur og verð

Aðgangur að Borg Spa kostar 2.500 kr og gildir á meðan dvöl stendur, en er innifalinn ef gist er á svítu.
Hafið samband við móttöku í síma 551 -1440 eða hotelborg@keahotels.is til að panta meðferðir.


DrBRAGI húðvörur

Hótel Borg Spa DrBragi

Á Borg Spa notum við eingöngu húðvörur frá DrBRAGI, en þær eru afrakstur íslensks hugvits og unnar úr lífrríki náttúru Íslands. Dr. Jón Bragi Bjarnason (1948-2011) var prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands og einn af fremstu sérfræðingum heims á sviði ensíma.

DrBRAGI vörurnar eru byggðar á áratuga rannsóknum og prófunum auk raunverulegs sjáanlegs árangurs. Þar fer saman lífefnafræði og hrein, náttúruleg og virk innihaldsefni. DrBRAGI vörurnar, sem innihalda sjávarensím, hámarka starfsemi húðfrumna og með reglulegri notkun hjálpa þau húðinni að vera eins heilbrigð og falleg og kostur er.

Húðvörur frá DrBragi eru:
 • Án tilbúinna rotvarnarefna
 • Án parabena
 • Án ilmefna
 • Án sílikons
 • Án glýkols
 • Án litarefna
 • Án fituefna (lípíða)
 • Án lanólíns