Um Hótel Borg

Hotel Borg ExteriorHótel Borg er eitt af kennileitum Reykjavíkur og stendur tignarlegt við Austurvöll í göngufjarlægð við fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir.

Þetta sögufræga hótel var byggt árið 1930 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrrum byggingameistara ríkisins. Fágun og glæsileiki einkenna Borgina, sem hefur haldið sess sínum sem ein af gersemum höfuðborgarinnar um árabil.
 
Herbergin eru afar vel búin með sérsmíðuðum húsgögnum, glæsilegum parketgólfum og marmaralögðum baðherbergjum. Guðjón teiknaði bygginguna í art deco stíl sem er eins og þráður í gegnum hótelið og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum.
 
Á Hótel Borg eru 99 herbergi, þar af eru 7 svítur og 1 turnsvíta. Svíturnar eru afar glæsilegar en turnsvítan hefur þá sérstöðu að búa yfir panorama útsýni yfir Reykjavík.
 
Borgin er svo miklu meira en hótel. Hún er upplifun út af fyrir sig með sál og stíl sem mynda spennandi blöndu arfleiðar og nútíma.
 
Verið velkomin á Hótel Borg.