Flýtilyklar
Um Hótel Borg
Saga Hótel Borg
Hótel Borg var byggt af Jóhannesi Jósefssyni árið 1930. Jóhannes hafði getið sér góðs orðspors erlendis sem glímukappi og kom meðal annars fram með Barnum & Baileys sirkusnum og tók þátt í Ólympíuleikunum árið 1908. Hann snéri heim til Íslands efnaður maður og fyrir tilstuðlan Jónasar frá Hriflu ákvað hann að fjárfesta í byggingu lúxushótels, þess fyrsta á Íslandi.
Hornsteinn hótelsins var lagður árið 1928. Aðeins 18 mánuðum síðar, eða í janúar 1930 opnaði Hótel Borg veitingastað sinn og fjórum mánuðum síðar opnaði hótelið sjálft. Eftir opnun hótelsins var Jóhannes yfirleitt kallaður Jóhannes á Borg.
Hótel Borg er eitt af kennileitum Reykjavíkur og stendur tignarlegt við Austurvöll í göngufjarlægð við fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir.