Um Hótel Borg

Hotel Borg ExteriorHótel Borg er eitt af kennileitum Reykjavíkur og stendur tignarlegt við Austurvöll í göngufjarlægð við fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir.

Þetta sögufræga hótel var byggt árið 1930 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrrum byggingameistara ríkisins. Fágun og glæsileiki einkenna Borgina, sem hefur haldið sess sínum sem ein af gersemum höfuðborgarinnar um árabil.
 
Herbergin eru afar vel búin með sérsmíðuðum húsgögnum, glæsilegum parketgólfum og marmaralögðum baðherbergjum. Guðjón teiknaði bygginguna í art deco stíl sem er eins og þráður í gegnum hótelið og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum.
 
Á Hótel Borg eru 99 herbergi, þar af eru 7 svítur og 1 turnsvíta. Svíturnar eru afar glæsilegar en turnsvítan hefur þá sérstöðu að búa yfir panorama útsýni yfir Reykjavík.
 
Borgin er svo miklu meira en hótel. Hún er upplifun út af fyrir sig með sál og stíl sem mynda spennandi blöndu arfleiðar og nútíma.
 
Verið velkomin á Hótel Borg.
 

Jamie's Italian Restaurant Reykjavik at Hotel Borg

HÓTEL BORG

JAMIE'S ITALIAN 

Veitingastaðurinn Jamie's Italian er staðsettur í hinum margrómaða Gyllta Sal á Hótel Borg. Staðurinn er hluti af samnefndri alþjóðlegri keðju sem dregur innblástur sinn frá Ítalskri menningu - hefðum, gildum og matarástríðu Ítala. Hönnun staðarins er virðingavottur við sögu og séreinkenni Hótel Borgar sem er fléttað saman við Ítölsk gildi, sem eru í hávegum höfð af öðrum stofnendanna, Jamie Oliver.

Á matseðlinum er úrval af antipasti og smáréttum sem eru tilvaldir til að deila, frábærir pastaréttir, fersk salöt og grillmatur auk klassískra súrdeigspizza og girnilegra eftirrétta. Áhersla er lögð á ferkst, hágæða hréfni frá framleiðendum, bæði innlendum og erlendum, sem deila ástríðu og metnaði Jamie Oliver fyrir góðum mat. 

Jamie's Italian Restaurant Reykjavik at Hotel Borg Jamie's Italian Restaurant Reykjavik at Hotel Borg Jamie's Italian Restaurant Reykjavik at Hotel Borg