Bókunarþjónusta

Endilega láttu okkur vita hvernig við getum aðstoðað þig við að uppgötva töfra Íslands. Gefðu okkur vísbendingu hvernig þú vilt eyða þínum tíma í hrífandi fegurð landsins og persónuleg þjónustudeild okkar mun aðstoða þig með ánægju. Við bjóðum upp á sérhannaða þjónustu sem nær allt frá einföldum veitingahúsa pöntunum að því að aðstoða þig við að hanna dagskrá fyrir dvöl þína. Leyfðu okkur að sjá um litlu atriðin sem gera fríið þitt sérstakt!

Hér er að finna sýnishorn af þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á:

Samgöngur:

Við aðstoðum við pantanir á bílaleigubílum eða ferðum með einkabílstjóra.

Skemmtun:

Við getum mælt með og pantað miða á leiksýningar, kvikmyndir, íþróttaleiki og skemmtistaði. Það er best að bóka fyrirfram, hafðu samband og við sjáum um afganginn.

Borðapantanir á veitingahúsum:

Við mælum með að eyða yndislegri kvöldstund á veitingastað okkar, Borg Restaurant. Ekki hika við að biðja okkur um ráð eða aðstoð ef þú vilt einnig prófa aðra frábæra veitingastaði sem Reykjavíkurborg hefur uppá að bjóða.

Ferðapantanir:

Hvort sem þig langar í göngutúr um Reykjavík eða ævintýraferðir svo sem jöklaklifur eða flúðasiglingu – tækifærin eru fjölmörg. Leyfðu okkur að hjálpa þér að finna fullkomna ævintýrið.

Þjónustudeild Hótel Borgar er þér innan handar.

Til að fá frekari upplýsingar hafðu samband við concierge@hotelborg.is