Kostir þess að bóka á vefnum

Besta verðið

Hótel Gígur

Hotel Gigur forsidaHótel Gígur er staðsett á einum vinsælasta ferðamannastað landsins, við sunnanvert Mývatn. Hótelið er staðsett á Skútustöðum og dregur nafn sitt af hinum frægu Skútustaðagígum sem setja svip sinn á bakgarð hótelsins.

Á Skútustöðum var á árum áður rekinn heimavistarskóli og hefur húsið því mikla sögu að geyma. Í dag er skólinn orðinn að nýstárlegu og fallegu þriggja stjörnu hóteli með 37 björtum og fallegum herbergjum sem eru hönnuð með náttúruna að leiðarljósi. Á Hótel Gíg er glæsilegur bar og veitingastaður sem hefur þá sérstöðu í Mývatnssveit að vera með frábært útsýni yfir vatnið og Skútustaðagíganna. Verið velkomin á Hótel Gíg, við tökum vel á móti ykkur.

Morgunverður á Hótel Gíg - Mývatni

Partur af dvölinni

 

Það er ljúft að vakna eftir væran blund og gæða sér á góðum morgunverði áður en haldið er út í daginn. Morgunverðurinn á Hótel Gíg er innifalinn í dvölinni, frábær viðbót við góðan nætursvefn.

 

BÓKA HERBERGI

  


Hotel Gigur Restaurant

Veitingastaður Hótel Gígs

 

Á Hótel Gíg er einkar glæsilegur veitingasalur með stórkostlegu útsýni yfir vatnið. Salurinn tekur allt að 120 manns í sæti og er því tilvalinn fyrir stærri og smærri fögnuði. Úr veitingasalnum er hægt að ganga út á stóra verönd þar sem frábært er að setjast niður í góðu veðri og taka sér frí frá ævintýrum dagsins og fá sér léttan hádegisverð úti í kyrrðinni og fylgjast með fuglalífinu á vatninu.

Meira um veitingastaðinn

Staðsetning

- Mývatn -


Hotel Gigur ExteriorHótel Gígur er á Skútustöðum við sunnanvert Mývatn. Mývatnssveit er óumdeilanlega einn elsti og þekktasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi. Frá því sögur hófust hefur Mývatn og óviðjafnanleg náttúran umhverfis það heillað jafnt vísindamenn sem náttúruunnendur hvaðanæva úr heiminum og verið meðal þeirra staða sem flesta langar til að heimsækja, skoða og kanna. Í Mývatnssveit og nágrenni er þvílíkur fjöldi af náttúruperlum að ógerlegt er að gera þeim öllum skil hér, enda erfitt að lýsa þeirri ægifegurð sem umlykur mann á alla vegu í Mývatnssveit.

GPS hnit: 65° 34,123'N, 17° 2,335'W (ISN93: 590.525, 564.809)