Herbergi

Hótel Gígur býður uppá 37 herbergi þar sem útlit og yfirbragð tengja vel við náttúruna sem umlykur hótelið. Mildir litatónar, hlýleg áferð og notaleg sveitastemning einkenna hönnunina sem er toppuð með fallegu ullarteppi frá Geysi á hverju rúmi.

Herbergin á Hótel Gíg eru öll búin frírri internettengingu, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásara og nettu skrifborði. Á hótelinu eru 8 einstaklingsherbergi, 25 Twin herbergi (með tveimur aðskildum rúmum) og 3 tveggja manna herbergjum með hjónarúmi. 

Gestir Hótel Gígs hafa aðgang að gjaldfrjálsum bílastæðum fyrir framan hótelið. Morgunverður er klukkan 07:00 - 10:00 og er innifalinn í verði. Gestir hafa aðgang að gestatölvu og öryggishólfi í móttöku.

Á Hótel Gíg er einkar glæsilegur veitingasalur með stórkostlegu útsýni yfir vatnið. Úr veitingasalnum er hægt að ganga út á stóra verönd þar sem frábært er að setjast niður í góðu veðri og taka sér frí frá ævintýrum dagsins og fá sér léttan hádegisverð úti í kyrrðinni og fylgjast með fuglalífinu á vatninu. Gleðistund (Happy Hour) er á barnum milli klukkan 16:00 - 18:00.