Um Hótel Gíg

Hótel Gígur

Hótel Gígur

Hótel Gígur er staðsett á einum vinsælasta ferðamannastað landsins, við Mývatn. Hótelið er við sunnanvert vatnið, á Skútustöðum, og dregur nafn sitt af hinum frægu Skútustaðagígum. Á hótelinu eru 37 notaleg herbergi og sérlega glæsilegur bar og veitingasalur með frábæru útsýni yfir vatnið. Verið velkomin á Hótel Gíg, við tökum vel á móti þér.


 

Lake Myvatn

Mývatn

Mývatnssveit er einn þekktasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi enda margrómuð fyrir fallega náttúrufegurð og fjölskrúðugt fuglalíf. Svæðið ber þess sannarlega merki að vera staðsett á jarðhitasvæði en eldfjöll, hraun og eldgígar móta ásýnd þess. Meðal helstu aðdráttarafla Mývatnssveitar eru Skútustaðagígarnir, Hverfjall (Hverfell), Jarðböðin, Dimmborgir, Krafla, Námaskarð og Fuglasafnið. Víða má finna fallegar gönguleiðir og auðvelt er að gleyma sér í náttúrufegurðinni hvert sem litið er.

Í heild sinni má segja að Mývatnssveit sé ein stór náttúruperla með ótal fallegra staða sem eiga enga sinn líka. Það skal því engan undra að svæðið hafi verið valið sem tökustaður fyrir Game Of Thrones þættina. Í nágrenni Mývatns má einnig finna marga áhugaverða áfangastaði sem auðvelt er að nálgast á bíl. Má þar helst nefna Landkönnuðasafnið á Húsavík, Dettifoss, Ásbyrgi, Samgöngusafnið, Goðafoss og Laugar.