Veitingastaðurinn á Hótel Gíg

Veitingastaður Hótel Gíg

Veitingastaður Hótel Gígs

Á Hótel Gíg er boðið upp á veglegar veitingar af matseðli sem gestir geta notið í fallegu og afslöppuðu umhverfi.
Veitingastaðurinn er opinn yfir sumartímann samhliða hótelinu fyrir gesti og gangandi.

Opnunartími:

Veitingastaðurinn er opinn frá klukkan 11:00-21:00
Borðapantanir í síma: 464 4455

Njóttu frábærra veitinga með góðu útsýni yfir eina fegurstu náttúruperlu Íslands, Mývatnssveit. 


 

Dagseðill

Opinn klukkan 11:00 - 17:00

Súpa dagsins ásamt nýbökuðu brauði. kr. 990.-
Seytt rúgbrauð með reyktum silungi kr. 1.100.-
Veiði dagsins - Spurðu þjóninn hvaða frábæri fiskréttur er á boðstólnum í dag kr. 3.990.-
Dry Aged 120 gr. hamborgari - karameliseraður rauðlaukur, klettasalat, döðlur, beikon, tómatar, spicy mæjó og franskar. kr. 2.790,-
Nautaloka - Naut, sveppir, laukur, chili mæjó, djúpsteikt grænkál og franskar.  kr. 2.990,-
Salat - Bakaðar rauðrófur, ristaðar furuhnetur, brauðteningar, confit tómatar, djúpsteiktur basil, paprika og parmesan ostur. kr. 1.990,-
Belgískar vöfflur - með vanilluís og berjum kr. 990,-
Ís tríó - þrjár tegundir af ís, ber og rjómi
kr. 990,-
Súkkulaðikaka - rjómi, ber og karamellusósa kr. 990,-

 

Kvöldseðill

Opinn klukkan 17:00 - 21:00 

Forréttir

Confit saltfiskur - Pestó, rúgbrauð, karamelíseraður rauðlaukur og kapers.  kr. 2.390.-
Brennivínsgrafið læri - bakaður perlulaukur, jarðskokkaflögur og rófukrem. kr. 2.390.-
Pakora grænmeti - rauðrófukex, tartarsósa og pestó. kr. 1.990.-
Súpa dagsins - með brauði kr. 990,-
Forréttadiskur að hætti matreiðslumanna Gígs. Það besta og ferskasta hverju sinni.  kr. 2.590.-

 

Aðalréttir

Þriggja rétta máltíð dagsins - spurðu þjóninn. kr. 7.990.-
Bleikja - mangó, salthnetur, ristað smælki, grænmeti og seljurótarsósa.  kr. 3.800,-
Veiði dagsins. Spurðu þjóninn hvaða frábæri fiskréttur er á boðstólnum í dag.  kr. 3.390.-
Grænmetislasagne - salat, hvítlauksbrauð og kryddjurtadressing. kr. 3.490,-
Nautalund með kartöflukaka, sveppir, parmesan, truflusnjór og rauðvínssósa. kr. 5.690.-
Lambahryggvöðvi - Kartöflu- og seljurótarterrine, gulrætur, bakaður laukur og rauðvínssósa. kr. 5.490.-
Dry Aged 120 gr. hamborgari - karameliseraður rauðlaukur, klettasalat, döðlur, beikon, tómatar, spicy mæjó og franskar. kr. 2.790,-
Nautaloka - Naut, sveppir, laukur, chili mæjó, djúpsteikt grænkál og franskar.  kr. 2.990,-
Salat - Bakaðar rauðrófur, ristaðar furuhnetur, brauðteningar, confit tómatar, djúpsteiktur basil, paprika og parmesan ostur. kr. 1.990,-

 

Eftirréttir

Bláber og skyr - berja compote, þurrkaðar fjólur, bláberjaís og marengs. kr. 1.940.-
Súkkulaði - tvær tegundir af súkkulaðifrauði, heit karamellusósa, pralínkurl og karamelluís. kr. 1.990.-
Rabarbara "crumble" með ferskum berjum og bláberjaís. kr. 1.940.-
Créme Brúlée með ferskum berjum, coulis og tuile. kr. 1.940.-

 

Barnamatseðill

Hamborgari með frönskum og kokteilsósu. kr. 1.300.-
Grilluð samloka með frönskum og tómatsósu.  kr. 1.300.-
Kjúklingur með frönskum og kokteilsósu. kr. 1.300.-
Steiktur silungur með soðnum kartöflum og smjöri.  kr. 1.300.-

 

Keahotels Bow 


Setustofan á Hótel Gíg

Bar og setustofa

Eftir ferðalag eða ævintýri í Mývatnssveit er notalegt að setjast niður og njóta umhverfisins í gegnum bjarta glugga veitingasalarins. Á barnum er meðal annars hægt að fá kaffi, te eða vínglas og meðlæti að hætti hússins. Sólsetur við Mývatn er engu líkt og ef heppnin er með þér nærðu að upplifa það í kyrrðinni á Hótel Gíg. 


Veislusalurinn á Hótel Gíg

Veislur og fundir

Veitingasalurinn á Hótel Gíg hentar vel fyrir fundi, málþing eða veisluhald. Salurinn tekur allt að 120 manns í sæti og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Á staðnum eru skjávarpar, sjónvörp, fletti- og tússtöflur, tölvur og prentarar auk internettengingar. Veitinga- og fundasvið Keahótela veita allar nánari upplýsingar fundir@keahotels.is