Veitingastaðurinn á Hótel Gíg

Veitingastaður Hótel Gíg

Veitingastaður Hótel Gígs

Á Hótel Gíg er boðið upp á veglegar veitingar af matseðli sem gestir geta notið í fallegu og afslöppuðu umhverfi.
Veitingastaðurinn er opinn yfir sumartímann samhliða hótelinu fyrir gesti og gangandi.

Opnunartími:

Veitingastaðurinn er opinn frá klukkan 11:30-21:00
Borðapantanir í síma: 464 4455

Njóttu frábærra veitinga með góðu útsýni yfir eina fegurstu náttúruperlu Íslands, Mývatnssveit. 


 

Dagseðill

Opinn klukkan 11:30 - 17:00

Súpa dagsins ásamt brauði. kr. 1.190.-
Grænmetislasagna með fersku salati og hvítlauksbrauði kr. 2.890.-
Kjúklingasalat með pikkluðum rauðlauk, tómötum, graskersfræjum og hvítlauksdressingu kr. 2.690.-
Dry Aged 120 gr. hamborgari - karameliseraður rauðlaukur, salat, döðlu- og beikonsulta, tómatar, spicy mæjó og franskar. kr. 2.890,-
BLT kjúklingasamloka með frönskum kartöflum  kr. 2.690,-
 
Kökur  
Súkkulaði Brownie með vanilluís og karamellusósu kr. 1.990,-
Bláberja- og rabarbaracrumble með vanilluís kr. 1.990,-

 

 

Kvöldseðill

Opinn klukkan 17:00 - 21:00 

Forréttir

Súpa dagsins með brauði kr. 1.190.-
Grafið nautafilet með klettasalati, parmesan, furuhnetum og vínberjavinagrette kr. 2.090.-
Reyktur silungur með freyddum kartöflum, pikkluðum rauðlauk, rúgbrauði og garðkarsa kr. 2.190.-
Tvíreykt hangikjöt og ristað sveppasalat með brauðteningum, blönduðu salati og kirsuberjatómata confit kr. 2.390,-

 

Aðalréttir

Grænmetislasagna með fersku salati og hvítlauksbrauði kr. 2.890.-
Kjúklingasalat með pikkluðum rauðlauk, tómötum, graskersfræjum og hvítlauksdressingu kr. 2.690,-
Dry aged hamborgari (120 gr.) með karameliseruðum rauðlauk, salati, döðlu- og beikonsultu, tómötum, spicy majó og frönskum kr. 2.890.-
BLT kjúklingaloka með frönskum kartöflum kr. 2.690,-
SIlungur með spínat- og kryddjurta byggotto, grilluðu grænmeti og sítrónusósu kr. 4.190.-
Lambafillet með hvítlaukskartöflum, léttsteiktu grænmeti og rósmarínsósu kr. 5.690.-
Grilluð nauta "striploin" með krömdum kartöflum, bökuðum gulrótum, volgu aspassalati og kryddsmjöri kr. 5.690,-


Eftirréttir

Súkkulaði brownie með vanilluís, jarðaberjasalati og karamellusósu kr. 1.990.-
Bláberja- og rabarbara "crumble" vanilluís kr. 1.990.-
Créme Brúlée kr. 1.990.-

 

Barnamatseðill

Hamborgari með frönskum og kokteilsósu. kr. 1.300.-
Grilluð samloka með frönskum og tómatsósu.  kr. 1.300.-
Kjúklingur með frönskum og kokteilsósu. kr. 1.300.-
Steiktur silungur með soðnum kartöflum og smjöri.  kr. 1.300.-

 

Keahotels Bow 


Setustofan á Hótel Gíg

Bar og setustofa

Eftir ferðalag eða ævintýri í Mývatnssveit er notalegt að setjast niður og njóta umhverfisins í gegnum bjarta glugga veitingasalarins. Á barnum er meðal annars hægt að fá kaffi, te eða vínglas og meðlæti að hætti hússins. Sólsetur við Mývatn er engu líkt og ef heppnin er með þér nærðu að upplifa það í kyrrðinni á Hótel Gíg. 


Veislusalurinn á Hótel Gíg

Veislur og fundir

Veitingasalurinn á Hótel Gíg hentar vel fyrir fundi, málþing eða veisluhald. Salurinn tekur allt að 120 manns í sæti og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Á staðnum eru skjávarpar, sjónvörp, fletti- og tússtöflur, tölvur og prentarar auk internettengingar. Veitinga- og fundasvið Keahótela veita allar nánari upplýsingar fundir@keahotels.is