Herbergi

Hótel Katla býður upp á 103 hugguleg og rúmgóð herbergi. Herbergin eru öll búin helstu þægindum eins og frírri internettengingu, sjónvarpi, sérbaðherbergi með sturtu, hraðsuðukatli, hárblásara og nettu skrifborði. Gestir hafa aðgang að heitum potti og gufu á útisvæði hótelsins ásamt líkamsrækt. Gjaldfrjáls bílastæði eru fyrir framan hótelið.

Morgunverður er klukkan 07:00 - 10:00 og er innifalinn í verði.