Flýtilyklar
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu Vík í Mýrdal
Hlúum að okkur með Írisi Dögg í yoga og útivist í stórbrotinni náttúru milli hafs og jökuls þar sem markmiðið er að hlaða batteríin og endurnæra með yoga og útivist.
79.900 fyrir tvo - hámark 20 manns.
Innifalið
- Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi á hótel Kötlu
- Daglegt yoga með Írisi Dögg
- Næringarríkur matur.
- Morgunverður, hádegisverður, nesti fyrir göngu og kvöldverður
- Ganga í fallegu umhverfi í nágrenni Hótel Kötlu á laugardegi
- Aðgangur að heitum potti alla helgina
Íris Dögg Oddsdóttir leiðir ykkur í gegnum helgina.
Dagsetningar
5. - 7. febrúar | |||
12. - 14. febrúar | |||
26. - 28. febrúar | |||
5. - 7. mars | |||
19. - 21. mars | |||
9. - 11. apríl | |||
16. - 18. apríl | |||
7. - 9. maí | |||
14. - 16. maí |
Dagskrá
Föstudagur
- Gestir koma á Hótel Kötlu og koma sér fyrir.
- 18:00 Yoga og djúpslökun. Hópurinn hittist og tekur ca. 90 mín yoga með það að markmiði að losa um streitu. Vinnum að því að kyrra hugann sem alltaf vill vera á fleygiferð. Hugleiðsla og djúpslökun í lokin.
- 19:30 2ja rétta kvöldverður. Sætkartöflusúpa og ferskir þorskhnakkar á byggi og öðru meðlæti.
Laugardagur
- 08:30 Jöfnum orkuflæði líkamans. Öndunaræfingar, sólarhyllingar og mjúkt yogaflæði.
- 10:00 Morgunverður
- 13:00 Léttur hádegisverður: tælensk súpa og brauð.
- 14:00 Út að leika. Gönguferð í nágrenni hótels í um 2 klst. Það er margt að upplifa á milli hafs og jökuls. Kraftar náttúrunnar eru áþreyfanlegir á svæðinu. Ef færð og veður leyfa verður farið inn í yoda hellinn við Hjörleifshöfða. Gönguferð lýkur á kakóstund í faðmi náttúrunnar og hugleiðslu. Gæðum okkur á hreinu ceremoníal kakói frá kakó.is sem er komið til okkar alla leið frá Gvatemala.
- 17:00 Sökkvum djúpt ofan í dýnuna með yin yoga og kyrrðastund.
- 19:30 2ja rétta kvöldverður: kjúklingalæri/heimalagaðar grænmetisbollur, salat, kókospanakotta og bláberjasúpa.
Sunnudagur
- 09:00 Jafnvægi og styrkur. Endurtökum öndunaræfingar og mjúkt yogaflæði. Finnum styrkinn okkar og keyrum upp orkuna með jafnvægisstöðum. Ljúkum svo yogahelginni á góðri slökun fyrir morgunverð.
- 10:30 Morgunverður
Nánar um Írisi Dögg
Íris Dögg Oddsdóttir mun leiða ykkur þessa helgi ( @yogablisss ) hún er yogakennari (RYT200) og lærður leiðsögumaður með mikla ástríðu fyrir yoga og heilunarmætti náttúrunnar.
Íris Dögg kynnist yoga árið 2012 og heillaðist algjörlega, árið 2018 fór hún til Rishikesh á Indlandi og lauk yogakennaranámi í hefðbundnu Hatha yoga, Astanga yoga og Yin yoga. Ferðalagið er endalaust og gegnum árin hefur hún sótt þekkingu og innblástur bæði hér heima og erlendis í yogatímum og á ýmsum námskeiðum og viðburðum.
Íris Dögg leiðir bæði hot yoga og yin yoga tíma í World Class Mosfellsbæ.
Íris Dögg hefur elskað útivist frá barnsaldri og veit fátt betra en að komast út að leika, hvort sem það er fjallganga, fjallahjól, hestamennska eða eitthvað annað.
"Ég trúi því að hægt sé að skapa vellíðan og góða heilsu með yoga og útivist. Náttúran er töfrandi og með því að tengjast henni getum við lært að virkja orkuna innra með okkur og leyft hamingjunni að flæða í gegnum okkur."
Skilmálar
- Ef ekki næst lágmarks þátttaka (10 manns) þá endurgreiðum við
- Ef helgi fellur niður vegna sóttvarnaraðgerða endurgreiðum við
- Greiðslu er hægt að nýta sem inneign fyrir önnur tilboð eða gistingu hjá Keahótelum, ef afbókað er með 7 daga fyrirvara
- Hámark 20 manns
Þeir sem kaupa yogahelgi fá að auki
- 2 fyrir 1 í Zipline Vík í Mýrdal
- Síðbúna útskráningu á sunnudegi
Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kötlu Vík í Mýrdal í síma 487 1208 eða á netfangið katla@keahotels.is
Bættu skemmtilegri upplifun við fyrir þig, á nýju ári.