Hótel Katla Dekurhelgi

Dekurhelgi á Hótel Kötlu með Önnu Mörtu!
Lífsgæðaveisla yfir helgi í fallegu umhverfi. Gerðu vel við þig með vinahópnum með óvenjulegri matarupplifun, þjálfun og fræðslu.

89.900 fyrir tvo - hámark 20 manns.

 

Innifalið

 • Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi
 • Dagleg þjáflun með Önnu Mörtu
 • Næringarríkur matur og leiðbeiningar um hvernig þú útbýrð næringarríkan mat
 • Léttur hádegisverður, síðdegis skál og kvöldverður
 • Aðgangur að heitum potti alla helgina

Anna Marta leiðir ykkur í gegnum helgina.

Dagsetningar

Dagskrá

Föstudagur
 • Gestir koma á Hótel Kötlu og koma sér fyrir
 • 18:00  hittist hópurinn með Önnu Mörtu og hún fer yfir helgina ásamt 40 - 50 mín hugleiðslu með núvitund, jafnvægið og innri ró
 • 19:30  kvöldverður
Laugardagur
 • 09:00 blönduð þjálfun, hreyfiteygjur og æfingar unnið með þol og styrk með eigin líkamsþyngd
 • 10:30  léttur hádegisverður
 • 13:00 hreyfiflæði og hugleiðsla fyrir líkama og sál
 • 15:00 uppáhalds skál Önnu Mörtu þar sem hún mun kenna einfaldleika og fjölbreytni í að gera skálar sem allir vilja kunna. Hver og einn fær sína skál með allskyns góðgæti.
 • 19:00 kvöldverður og spjall
Sunnudagur
 • 09:00  blönduð þjálfun, hreyfiteygjur og æfingar
 • 10:30 léttur hádegisverður

Nánar um Önnu Mörtu

Anna Marta hefur ástríðu fyrir hreyfingu og næringarríkum mat.

Hún vinnur sem „online“ þjálfari, hóptímaþjálfari og matarþjálfari. Hún hefur á undanförnum árum  starfað við að fræða og leiðbeina fólki um hollari lífsvenjur.

Megin hugmyndafræði hennar er ekki eingöngu sú að borða hollt, heldur segir hún það jafn mikilvægt að hafa fjölbreytileika í litríkum, fallegum og bragðgóðum mat.

Anna Marta hefur á undanförnum árum haldið námskeið sem heita Ævintýri bragðlaukanna og framleiðir að auki sínar eigin vörur undir vörumerkinu ANNA MARTA.

Skilmálar

 • Ef ekki næst lágmarks þátttaka (10 manns) þá endurgreiðum við
 • Ef helgi fellur niður vegna sóttvarnaraðgerða endurgreiðum við
 • Greiðslu er hægt að nýta sem inneign fyrir önnur tilboð eða gistingu hjá Keahótelum, ef afbókað er með 7 daga fyrirvara
 • Hámark 20 manns

Þeir sem kaupa dekurhelgi fá að auki

 • 2 fyrir 1 í Zipline Vík í Mýrdal
 • 20% afslátt hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum af fjórhjólaferð og jöklagöngu
 • Síðbúna útskráningu á sunnudegi

Gott að hafa með sér

 • Æfingadýnu/yogadýnu ef þú vilt nota þína eigin
 • Föt sem þú notar í ræktinni
 • Slopp, erum með heitan útipott

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kötlu í síma 487 1208 eða á netfangið katla@keahotels.is

Við hlökkum til að taka á móti þér.