Flýtilyklar
Hótel Katla Taktu Betri Myndir
Taktu betri myndir í fallegu umhverfi Suðurlands!
Suðurland í nágrenni við Vík í Mýrdal og Hótel Kötlu býður upp á endalausa fegurð og upplifun. Við höfum fengið Sævar Jónasson áhugaljósmyndara til að leiða þig um alla helstu leynistaðina, leiðbeina hvernig hægt er að taka betri myndir bæði á símann og myndavélina þína ásamt því að segja sögu hvers staðar sem er heimsóttur.
64.900 fyrir tvo.
Innifalið
- Gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi
- Ljósmyndataka úti í náttúrunni með Sævari
- Þriggja rétta kvöldverður annað kvöldið
- Nesti í útivist og ljósmyndatöku
- Morgunverður laugardag
- Brunch sunnudag
Sævar Jónasson áhugaljósmyndari leiðir hópinn frá 11:00 - 16:00 á laugardegi.
Dagsetningar
5. - 7. mars | |||
19. - 21. mars | |||
26. - 28. mars |
Dagskrá
Laugardagur með Sævari
- 11:00 hittist hópur á bílaplani við Kötlu
- 11:15 ekið af stað
- 16:00 komið til baka á Kötlu
Nánar um Sævar Jónasson
Sævar er fæddur og uppalinn Mýrdalnum. Hefur lengi haft mikinn áhuga á ljósmyndun, verið iðinn við að mynda og afla sér fróðleiks í tengslum við myndatökur. "Myndavélar í símunum hafa þróast hratt og eru gæðin í þeim orðin mjög góð. Og og hef ég nýtt mér tækifærið til að taka fleiri myndir enda er stóra Canon vélin ekki alltaf við höndina þegar myndatækifærin koma."
Skilmálar
- Ef ekki næst lágmarks þátttaka (10 manns) þá endurgreiðum við
- Falli helgi niður vegna sóttvarnaraðgerða verður hún endurgreidd
- Greiðslu er hægt að nýta sem inneign fyrir önnur tilboð eða gistingu hjá Keahótelum, ef afbókað er með 7 daga fyrirvara
Þeir sem kaupa ljósmyndahelgi með Sævari fá að auki
- 2 fyrir 1 í Zipline Vík í Mýrdal (ath afsláttarkóði kemur með staðfestingu á bókun)
- Síðbúna útskráningu á sunnudegi
- 20% afslátt hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum í Fjórhjólaferð að flugvélaflaki á Sólheimasandi og 20% afslátt af jöklagöngu á Sólheimajökli
Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kötlu í síma 487 1208 eða á netfangið katla@keahotels.is
Bættu skemmtilegri upplifun við fyrir þig, á nýju ári.