Kostir þess að bóka á vefnum

Besta verðið

Hótel Kea

Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar, en það stendur í hjarta miðbæjarins við hlið Akureyrarkirkju og göngugötunnar. Hótel Kea er eina fjögurra stjörnu hótelið á Akureyri og býður upp á vel búin herbergi, herbergjaþjónustu, glæsilegan veitingastað, bar, ráðstefnu- og fundarsali.  

Verið velkomin á Hótel Kea, við tökum vel á móti þér.

 

 

Morgunverður á Hótel Kea

Partur af dvölinni

 

Það er ljúft að vakna eftir væran blund og gæða sér á góðum morgunverði áður en haldið er út í daginn. Þú getur valið hvort þú viljir morgunverð eða ekki þegar þú bókar gistingu. Morgunverður er frábær viðbót eftir góðan nætursvefn.

 

Staðsetning

- Akureyri -

Hótel Kea í hjarta AkureyrarHótel Kea er vel staðsett í hjarta Akureyrar við rætur Akureyrarkirkju og enda göngugötunnar með útsýni yfir Pollinn. Stutt er í alla þjónustu og í miðbænum er úrval veitingastaða, kaffihúsa og verslana auk þess sem stuttur gönguspölur er í Hof menningarhús og Samkomuhúsið frá hótelinu. Meðal þess sem er í grenndinni:

  • Akureyrarkirkja
  • Listasafn Akureyrar
  • Miðbærinn
  • Sundlaug Akureyrar
  • Hof menningarhús
  • Samkomuhúsið
  • Græni Hatturinn

Staðsetning hótelsins er tilvalin fyrir þá sem vilja sækja menningarviðburði í miðbænum, rölta á milli kaffihúsa og njóta þess að slappa af í höfuðborg norðursins. Þá er einnig stutt í Hlíðarfjall og á aðra markverða staði á Eyjafjarðarsvæðinu. Nánar