Herbergi

Hótel Kea býður uppá 104 smekklega innréttuð herbergi í klassískum stíl sem endurspeglar sögu hótelsins.

Herbergin á Hótel Kea eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi, síma og míníbar. Þar að auki er frí internettenging kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu eða baðkari, hárblásari, baðvörur, RB rúm, skrifborð, strauborð og straujárn og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum.

Fyrir þá sem vilja rýmra herbergi bjóðum við upp á Superior og Deluxe herbergi ásamt svítu á efstu hæð með útsýni yfir miðbæ Akureyrar og Eyjafjörð. 

Gestir Hótel Kea geta keyrt upp að hótelinu og afermt bílinn, í framhaldinu geta þeir lagt bílnum á gjaldfrjálsu bílastæði skammt frá hótelinu. Morgunverður er klukkan 07:00 - 10:00 og er innifalinn í verði. Gestir hafa aðgang að gestatölvum og prentara í móttöku, auk öryggishólfs.

Á jarðhæð Hótel Kea er veitingastaðurinn Múlaberg bistro & bar þar sem gestir geta notið íslensks úrvals hráefnis og bistro matargerðar undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrifum svo úr verður einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana.