Svíta

Lýsing herbergis

Svítan á Hótel Kea er notalega innréttuð í klassískum stíl og býður upp á frábært útsýni yfir miðbæ Akureyrar og út á Pollinn. Gengið er inn í forstofu með fatahengi. Á hægri hönd er fallega innréttað baðherbergi með sturtu. Úr forstofu er gengið inn í svefnherbergið til vinstri og inn í stofu til hægri.

Svefnherbergið er búið hjónarúmi og í stofu er flatskjár og hljómflutningstæki, þaðan er jafnframt hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins.

STÆRÐ: 48m2
RÚM: King 180cm

Búnaður í herbergi
 • Frí internettenging
 • Sjónvarp
 • Sími
 • Útvarp
 • Kaffi- og tesett
 • Míníbar

 • Baðherbergi
 • Sturta
 • Baðsloppar og inniskór
 • Hárblásari
 • Baðvörur

 • Hästens rúm
 • Skrifborð
 • Stóll
 • Fataskápur
 • Strauborð og straujárn
 • Parketlögð gólf