Flýtilyklar
Staðsetning
Hótel Kea
Heimilisfang: Hafnarstræti 87 - 89
Sími: 460 2080
Netfang: kea@keahotels.is
Hafa samband
Hótel Kea er vel staðsett í hjarta Akureyrar við rætur Akureyrarkirkju og enda göngugötunnar með útsýni yfir Pollinn. Stutt er í alla þjónustu og í miðbænum er úrval veitingastaða, kaffihúsa og verslana auk þess sem stuttur gönguspölur er í Hof menningarhús og Samkomuhúsið frá hótelinu. Meðal þess sem er í grenndinni:
- Akureyrarkirkja
- Listasafn Akureyrar
- Miðbærinn
- Sundlaug Akureyrar
- Hof menningarhús
- Samkomuhúsið
- Græni Hatturinn
Staðsetning hótelsins er tilvalin fyrir þá sem vilja sækja menningarviðburði í miðbænum, rölta á milli kaffihúsa og njóta þess að slappa af í höfuðborg norðursins.
Útivistarparadísin Eyjafjörður
Eyjafjörður er sannkölluð útivistaparadís allan ársins hring. Á svæðinu má finna fjölbreytta aðstöðu fyrir t.d. skíði, snjóbretti, gönguskíði, götuhjól, fjallahjól, hlaup, fjallgöngur, sund, skauta og fleira. Meðal íþróttamannvirkja og skipulagðra svæða eru t.d.:
- Hlíðarfjall (skíði, snjóbretti og gönguskíði)
- Sundlaug Akureyrar
- Sundlaugin að Hrafnagili
- Sundlaugin Þelamörk
- Kjarnaskógur (gönguskíði, hlaup, göngur og fjallahjól)
- Súlur og Glerárdalur (fjallgöngur og fjallaskíði)
- Skautahöllin Akureyri
Þá eru hjóla- og göngustígar víða, t.d. frá Hofi Menningarhúsi að flugvellinum auk hjólastígs sem liggur ofan úr Hlíðarfjalli í gegnum Karnaskóg og alla leið að Hrafnagili.
Víða má einnig finna markverða áfangastaði t.d. söfn og afþreyingaþjónustu, auk mikillar flóru vandaðra veitingastaða og kaffhúsa.
Náttúruperlur og menning
Á Norðurlandi eru margar fallegar náttúruperlur auk áhugaverðra safna og áfangastaða. Akureyri er tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja ferðast um og skoða svæðið. Meðal þess sem markvert er í innan við klukkustundar keyrslu frá Akureyri er:
- Mývatn
- Hrísey
- Jólahúsið
- Bjórböðin Árskógssandi
- Laufás
- Safnasafnið
- Smámunasafnið
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |