Aðventutilboð

Hótel Kea JólahlaðborðGerðu þér dagamun á aðventunni og bókaðu gistingu og jólahlaðborð á Hótel Kea

Á aðventunni er tilvalið að gera sér ferð til Akureyrar og njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða í aðdraganda jóla. Það er hátíðlegt um að litast í miðbænum og kjörið að ljúka jólainnkaupunum, kíkja á kaffihús eða menningarviðburði. Heimsókn í Jólahúsið, ís í Brynju, afslöppun í Sundlaug Akureyrar, tónleikar á Græna hattinum eða leiksýning í Hofi er tilvalin dægrardvöl í höfuðborg norðursins.

Aðventutilboð

Gisting fyrir tvo í eina nótt með morgunverði og jólahlaðborði á aðeins 17.700 kr.- á mann.

Vinsamlegast hringið í síma 460 2000 eða sendið tölvupóst á kea@keahotels.is til að bóka aðventutilboðið

Jólahlaðborð Hótel Kea og Múlaberg Bistro og Bar

Jólahlaðborðið á Hótel Kea hefur löngum verið partur af aðventunni hjá mörgum Akureyringum og öðrum lengra að komnum. Þessi árlegi viðburður, sem hefur fest sig svo vel í sessi, er tilvalin fyrir fjölskyldur, vinahópa eða fyrirtæki til þess að gera sér dagamun og njóta góðs matar í aðdraganda jólanna. Jólahlaðborðið er að vanda þrírétta. Girnilegir réttir eins og síld af ýmsum toga, grafinn lax, hangikjöt, kalkúnn, lambalæri, Ris a la mande, súkkulaðikaka og smákökur er bara örlítið brot af því sem kemur til með að prýða veisluborðið. Sjá matseðil í heild sinni hér.

Jólahlaðborðið er eftirtaldar helgar og hefst klukkan 18:00:

16. nóvember // föstudagur
17. nóvember // laugardagur

23. nóvember // föstudagur
24. nóvember // laugardagur

30. nóvember // föstudagur
1. desember // laugardagur

7. desember // föstudagur
8. desember // laugardagur

14. desember // föstudagur
15. desember // laugardagur

Hótel Kea - Aðventutilboð Hótel Kea í jólabúningi Hótel Kea Jólahlaðborð