Fjallaskíðahelgi með Hótel Kea

Fjallaskíðahelgi með Hótel Kea!
Komdu og njóttu vorsins á fjöllum, þriggja daga fjallaskíðanámskeið!

114.990 kr. fyrir tvo.
57.495 kr. á mann mv. tvo í herbergi

 
 

Bjóðum einnig fjögurra daga fjallaskíðaupplifun fyrir lengra komna þar sem helstu tindar eru toppaðir.

Við bjóðum gistingu í tvær nætur ásamt fjallaskíðaupplifun. Námskeiðið hentar öllum, hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref eða vilt bæta við þig þekkingu og lengja skíðavertíðina fram á vorið. Helgarnámskeið með reyndum leiðsögumönnum í nærumhverfi Akureyrar og Tröllaskaga! Fjögurra rétta sælkeraveisla á Múlabergi á laugardagskvöldi.

Vorið er aðaltímabil fjallaskíðunar á Íslandi. Í apríl og maí verður boðið upp á nokkrar helgar á fjallaskíðum í samstarfi við heimamenn. Þéttskipuð dagskrá á skíðum þar sem farið verður yfir undirstöðuatriðin í fjallaskíðamennsku, skíðatækni utanbrautar og notkun öryggisbúnaðar. Hópastærð takmarkast við 14 manns og tvo leiðsögumenn. Við ferðumst á fjallaskíðum í nágrenni Akureyrar og á Tröllaskaga þar sem boðið verður upp á leiðsögn og kennslu. Markmiðið er að vera eins mikið í brekkunum og hægt er og nýta veðrið og dagsbirtuna sem best.

 • Tvær nætur fyrir tvo með morgunverði
 • Þrír fjallaskíðadagar með leiðsögn og kennslu
 • Fjögurra rétta smáréttakvöldverður á Múlabergi annan daginn
 • Einn dagur lyftukort í Hlíðarfjall
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar
 • Aprés Ski drykkur á Múlabergi

Dagsetningar

„ATH - Nýjar vordagsetningar í apríl og maí! Hótel Kea og 600Norður hafa ákveðið að bjóða áfram upp á fjallaskíðahelgar með sama sniði sem hefur fengið góðar viðtökur í vetur. Nú er fjallaskíðatímabilið að ganga í garð og má búast við vorfæri og hækkandi sól. Lengri dagar á fjöllum og frábær stemming!“

Dagskrá

Föstudagur - dagur 1

Innritun eftir kl. 14:00, námskeiðið sett á Hótel Kea kl. 15:00 þar sem farið verður yfir dagskrá helgarinnar. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er nýtt til að koma okkur sem fyrst á skíðin og til æfinga. Farið yfir snjóflóðabúnað, skíðatækni utanbrauta og fleira. Lyftukort innifalið.

Laugardagur - dagur 2

Tökum langan fjallaskíðadag, haldið er inn í Eyjafjörð, út á Tröllaskaga eða á Látraströnd og fundinn tindur eftir aðstæðum. Hér gefst tækifæri á að læra margt, æfa uppgönguna og eiga frábærar beygjur á fjöllum. Aprés Ski á Hótel Kea og kvöldverður á Múlabergi.

Sunnudagur - dagur 3

Endum á fjallaskíðatúr í nágrenni Akureyrar. Tökum síðustu beygjur helgarinnar og drögum saman námskeiðið eftir góða helgi á fjöllum. Námskeiðslok milli 14-16 eftir aðstæðum.

Umsjónarmenn námskeiðsins eru Björn Ingason og Magnús Arturo Batista. Þeir sjá um undirbúning, leiðsögn og kennslu ásamt vel völdu útivistarfólki með mikla reynslu. Björn og Magnús eru báðir reyndir fjallaleiðsögumenn og hafa um árabil verið búsettir í Ölpunum yfir vetrartímann að sækja sér þekkingu. Allir umsjónarmenn eru mjög virkir í fjallaskíðasenunni fyrir norðan og starfa við fjalla- og skíðaleiðsögn á Tröllaskaga og á Íslandi.

Atriði sem verður farið yfir

 • Kynning á fjallaskíðum og fjöllum á Tröllaskaga
 • Fjallaskíðamenning
 • Leiðsögn á eigin búnaði
 • Snjór, snjóalög og snjóflóðahætta
 • Snjóflóðabjörgun
 • Velja landslag
 • Skíðatækni utan brauta
 • Uppgöngutækni, skinn og leiðarval.
 • Undirbúningur og skipulagning ferða

Búnaður sem þarf að koma með

 • Fjallaskíðabúnað
 • Fatnað
 • Bakpoka
 • Snjóflóðaýli
 • Snjóflóðastöng
 • Snjóflóðaskóflu
 • Ferðast á eigin bíl

600Norður Fjallaskíði geta aðstoðað við leigu á snjóflóðabúnaði og fjallaskíðum. Vinsamlegast hafið samband um leigu sem fyrst fyrir námskeið. Skíðaverslanir á höfuðborgarsvæðinu bjóða einnig upp á leigu á búnaði sem tilvalið er að nýta sér. Ferðast verður á eigin bílum í dagsferðir á Tröllaskaga. Endanleg staðsetning dagsferða er valin eftir aðstæðum og veðri. Nánari útlistun á búnaði og dagskrá verður sent í tölvupósti á gesti 10 dögum fyrir komu.

Skilmálar

 • Við bókun þarf eingöngu þarf að greiða 25% staðfestingargjald af heildarverði á mann og verður upphæðin skuldfærð af kortinu sem skráð er á bókunina. Staðfestingagjald er óendurgreiðanlegt.
 • Eftirstöðvar verða skuldfærðar eigi síðar en 7 dögum fyrir komu, af korti sem fylgdi bókun, og fást ekki endurgreiddar komi til afbókunar en hægt er að nýta upphæðina sem inneign fyrir önnur tilboð eða gistingu hjá Keahótelum.
 • Óski gestir eftir því að breyta dagsetningu er það mögulegt, sé það gert með minnst 7 daga fyrirvara, svo lengi sem laust er á umbeðnum dagsetningum.
 • Ef ferð fellur niður vegna veðurs eða ónægrar þátttöku fæst námskeiðið endurgreitt.
 • Ef námskeiðið fellur niður vegna sóttvarnaraðgerða ríkisins verður greiðsla ekki tekin/fæst námskeiðið endurgreitt.
 • Leiðsögumenn geta aflýst og endurgreitt námskeiðishluta vegna veður- eða snjóaaðstæðna sem hefur veruleg áhrif á öryggi eða framkvæmd ferðar.

Þeir sem kaupa námskeiðið fá að auki

 • 20% afslátt af hádegisverði á Múlabergi
 • 20% afslátt af öllum drykkjum á Múlabergi
 • 15% afslátt af bílaleigubíl frá Höldur Bílaleiga
 • 25% afslátt á Hamborgarafabrikkunni og Lemon nestispakki 990 kr. á mann.
 • 25% afsláttur á Blackbox Pizzería
 • 20% afsláttur í Bjórböðum með keyptu námskeiði
 • Síðbúna útskráningu á sunnudegi
 • 15% afslátt af vörum og þjónustu hjá M-Sport á Akureyri. M-Sport er alhliða útivistarbúð sem sér einnig um þjónustu á skíðum svo sem viðgerðum og að vaxbera
 • 15% afslátt á gamanleikinn Fullorðin hjá Leikfélagi Akureyrar

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kea á Akureyri í síma 460 2080 eða á netfangið kea@keahotels.is

Upplýsingar varðandi búnað eða dagskrá námskeiðs veitir Magnús, vinsamlegast sendið spurningar á netfangið maggi@600north.is eða í síma 869 8225.

Bættu skemmtilegri upplifun við vetrarplanið hjá vinahópnum.

Við hlökkum til að taka á móti þér.