Golfnámskeið með Hótel Kea september

Golfnámskeið með Hótel Kea 17. - 19. september
Golf, gisting og fallegt umhverfi.

114.900 kr. fyrir tvo í tvær nætur.
57.450 kr. á mann í tvær nætur m.v. tvo í herbergi

 
 

Við bjóðum upp á golfnámskeið helgina 17. - 19. september undir leiðsögn Stefaníu Kristínar Valgeirsdóttur, í fallegu umhverfi Golfklúbbs Akureyrar, Jaðarsvelli. Kennsla fer fram frá föstudegi til sunnudags. Gisting í tvær nætur með morgunverði, hádegisverði laugardag og sunnudag hjá Golfklúbbi Akureyrar og kvöldverði á laugardagskvöldi á Múlabergi. Gestir sjá um að koma sér til og fá golfvelli.

Dagskrá

Dagur 1 - föstudagur

Mæting á Hótel Kea kl. 14:30 kennsla hefst kl. 15:30 og er til kl. 17:00

Dagur 2 - laugardagur

Kennsla frá kl. 11:30 - 13:00. Hádegisverður hjá GA. Rástímar og spil án kennara frá kl. 15:40.

Dagur 3 - sunnudagur

Kennt frá 09:30 - 11:30 hádegisverður að lokinni kennslu hjá GA. Settar verða upp miserfiðar æfingar eftir getu og því hentar námskeiðið öllum getuhópum.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir er nýútskrifuð sem PGA golfkennari og er ein af efnilegri golfkennurum landsins. Hún hefur bæði þjálfað og spilað golf fyrir GA síðastliðin 13 ár og verið hluti af gríðarlegri uppbyggingu starfsins þar. 

Skilmálar

 • Við bókun þarf eingöngu þarf að greiða 25% staðfestingargjald af heildarverði á mann og verður upphæðin skuldfærð af kortinu sem skráð er á bókunina.
 • Staðfestingagjald er óendurgreiðanlegt. Eftirstöðvar verða skuldfærðar eigi síðar en 7 dögum fyrir komu, af korti sem fylgdi bókun, og fást ekki endurgreiddar komi til afbókunar en hægt er að nýta upphæðina sem inneign fyrir önnur tilboð eða gistingu hjá Keahótelum.
 • Ef námskeiðið fellur niður vegna sóttvarnaraðgerða ríkisins verður greiðsla ekki tekin/fæst námskeiðið endurgreitt.
 • Ef veður verður til þess að ekki sé hægt að halda námskeið, verður námskeiðshluti endurgreiddur

Búnaður / upplýsingar

 • Gestir þurfa að vera með sitt eigið golfsett og almennan búnað
 • Hægt er að leigja golfsett hjá Golfklúbbi Akureyrar
 • Aðstaða er á Hótel Kea til að geyma golfsett og annan búnað.

Gestir fá að auki

 • 15% afslátt af öllum drykkjum á Múlabergi
 • 15% afslátt af bílaleigubíl frá Höldur Bílaleiga
 • 25% afslátt á Hamborgarafabrikkunni
 • 25% afslátt á Blackbox Pizzería
 • 20% afslátt í Bjórböðin

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kea á Akureyri í síma 460 2080 eða á netfangið kea@keahotels.is

Komdu norður að spila golf, við hlökkum til að taka á móti þér.