Gönguskíði með Hótel Kea

Skíðaganga og matarupplifun á Hótel Kea.
Skemmtileg ferð með vinahópnum!

56.900 kr. fyrir tvo, hámark 14 manns.

 
 

Við bjóðum einstaka upplifun á Akureyri á nýju ári.

Gisting fyrir tvo í tvær nætur með morgunverði, þriggja klukkustunda skíðagöngunámskeið með Freydísi Hebu, sérsniðið fyrir byrjendur og lengra komna ásamt fjögurra rétta lúxus smáréttaævintýri á Múlabergi á laugardagskvöldi.

Freydís Heba er 36 ára Ólafsfirðingur sem hefur æft og keppt á gönguskíðum frá barnsaldri og datt aftur inn í sportið fyrir þremur árum þegar hún byrjaði að æfa fyrir Landvættina. Hún hefur keppt og tekið minni hópa í skíðagöngukennslu.

Hámarksfjöldi er 14 manns.

Dagsetningar

 • 8. - 10. janúar 2021
 • 15. - 17. janúar 2021
 • 22. - 24. janúar 2021
 • 29. - 31. janúar 2021
 • 5. - 7. febrúar 2021 - Uppselt 
 • 19. - 21. febrúar 2021
 • 12. - 14. mars 2021

Viðskiptavinur þarf að mæta með eigin búnað (gönguskíði, stafi, skó og fatnað).

Aðstaða til að geyma skíðin er hjá okkur, þau sem eru með áburðarskíði sjá sjálf um að bera á skíðin.

Akstur er ekki innifalinn í tilboð.

 • Bókun fæst ekki endurgreidd en þú getur fært bókun 7 dögum fyrir komu.
 • Við endurgreiðum ef námskeiðið fellur niður vegna veðurs eða lágmarksþátttaka næst ekki.
 • Falli pakkaferð niður vegna sóttvarnaraðgerða verður hún endurgreidd.

Þeir sem kaupa pakka fá að auki

 • 20% afslátt af hádegisverði á Múlabergi
 • 20% afslátt af öllum drykkjum á Múlabergi
 • 15% afslátt af bílaleigubíl frá Höldur Bílaleiga
 • 25% afslátt á Hamborgarafabrikkunni og Lemon
 • Síðbúna útskráningu á sunnudegi

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kea á Akureyri í síma 460 2080 eða á netfangið kea@keahotels.is

Bættu skemmtilegri ferð og upplifun við vetrarplanið hjá vinahópnum.

Við hlökkum til að taka á móti þér.