Hótel Kea Fjallaskíði 2022

Fjallaskíðahelgi með Hótel Kea!
Komdu vel undirbúin/n í veturinn með þriggja daga fjallaskíðanámskeiði á Akureyri

139.900 kr. fyrir tvo
69.950 kr. á mann m.v. tvo í herbergi

 
 

Hótel Kea og 600Norður endurtaka leikinn frá því í fyrra þar sem færri komust að en vildu. Í vetur bjóðum við einnig upp á framhaldsnámskeið á völdum dagsetningum. Þriggja daga fjallaskíðaveisla með öllu!

Gisting í tvær nætur ásamt fjallaskíðaupplifun á Hótel Kea Akureyri. Námskeiðið hentar öllum, hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref eða vilt bæta við þig þekkingu og skerpa á tækninni fyrir veturinn. Helgarnámskeið með reyndum leiðsögumönnum á Tröllaskaga! Fjögurra rétta sælkeraveisla á Múlabergi á laugardagskvöldi.

Við bjóðum upp á fjallaskíðahelgar með sama sniði og í fyrra. Í janúar, febrúar og mars verður þéttskipuð dagskrá á skíðum í samstarfi við heimamenn. Farið verður yfir undirstöðuatriðin í fjallaskíðamennsku, skíðatækni utanbrautar og notkun öryggisbúnaðar. Flott helgi á fjöllum þar sem allir eru velkomnir.

Hópastærð takmarkast við 14 manns og tvo leiðsögumenn . Við ferðumst á fjallaskíðum í nágrenni Akureyrar og á Tröllaskaga þar sem boðið verður upp á leiðsögn og kennslu. Markmiðið er að vera eins mikið í brekkunum og hægt er og nýta veðrið og aðstæður sem best.

Nýtt: Námskeið fyrir lengra komna er sérhannað fyrir þá sem hafa prófað fjallaskíði áður og kunna grunntæknina. Þessar helgar förum við dýpra í skipulagningu ferða og pælum meira í landslagi. Upplagt fyrir þá sem komu í fyrra eða hafa sótt sér þekkingu og reynslu. Námskeiðið er með sama fyrirkomulagi og áður en farið aðeins lengra. Athugið þessi námskeið eru á völdum dagsetningum. Tilvalið fyrir þá sem kunna grunntæknina vel og þá sem hafa komið til okkar áður.

 • Tvær nætur fyrir tvo með morgunverði
 • Drykkur við komu á hótelið
 • Þrír fjallaskíðadagar með leiðsögn og kennslu
 • Fjögurra rétta smáréttakvöldverður á Múlabergi á laugardagskvöldi
 • Aðgangur í Hlíðarfjall fyrsta dag á námskeiði
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar
 • Aprés Ski drykkur á Múlabergi

Dagsetningar

Dagskrá

Föstudagur

Innritun eftir kl. 14:00. Námskeiðið sett á Hótel Kea kl. 15:00 þar sem farið verður yfir dagskrá helgarinnar. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er nýtt til að koma okkur beint á skíðin. Förum yfir snjóflóðabúnað, skíðatækni utanbrauta og leggjum á ráðin fyrir helgina. Lyftukort innifalið. Skíðadagskrá lýkur klukkan 19:00 í Hlíðarfjalli. 

Laugardagur

Heill dagur á fjallaskíðum! Nýtum dagsbirtuna og aðstæður dagsins með öllu tilheyrandi. Byrjum daginn á Hótel Kea og förum yfir plan dagsins ásamt fleiru. Haldið er inn í Eyjafjörð, út á Tröllaskaga eða á Látraströnd þar sem fjöll og brekkur dagsins eru fundnar til eftir aðstæðum. Hér gefst tækifæri á að upplifa fullan fjallaskíðadag í góðum félagsskap og eiga frábærar beygjur á fjöllum. Aprés Ski á Hótel Kea og sameiginlegur kvöldverður á Múlabergi. Skíðadagskrá lýkur milli kl. 16:00 - 18:00 eftir aðstæðum.

Sunnudagur

Fjallaskíðadagur fyrir heimferð! Endum helgina á styttri fjallaskíðadegi og drögum saman námskeiðið eftir góða helgi á fjöllum. Morgunfundur á Hótel Kea þar sem farið verður yfir leiðarval og plan dagsins ásamt því að  veita innsýn inn í hugarheim fjallaskíðamannsins. Námskeiðið dregið saman eftir góða helgi á fjöllum. Námskeiðslok milli kl. 14:00 - 16:00 eftir aðstæðum.

Umsjónarmenn námskeiðsins eru Björn Ingason og Magnús Arturo Batista. Þeir sjá um undirbúning, leiðsögn og kennslu ásamt vel völdu útivistarfólki með mikla reynslu . Björn og Magnús eru báðir reyndir fjallaleiðsögumenn og hafa um árabil verið búsettir í Ölpunum yfir vetrartímann að sækja sér þekkingu. Allir umsjónarmenn eru mjög virkir í fjallaskíðasenunni fyrir norðan og starfa við fjalla- og skíðaleiðsögn á Tröllaskaga og á Íslandi.

Atriði sem verður farið yfir

 • Kynning á fjallaskíðum og fjöllum á Tröllaskaga
 • Fjallaskíðamenning
 • Leiðsögn á eigin búnaði
 • Snjór, snjóalög og snjóflóðahætta
 • Snjóflóðabjörgun
 • Velja landslag
 • Skíðatækni utan brauta
 • Uppgöngutækni, skinn og leiðarval.
 • Undirbúningur og skipulagning ferða

Búnaður sem þarf að koma með

 • Fjallaskíðabúnað
 • Fatnað
 • Bakpoka
 • Snjóflóðaýli
 • Snjóflóðastöng
 • Snjóflóðaskóflu
 • Ferðast á eigin bíl

600Norður Fjallaskíði geta aðstoðað við leigu á snjóflóðabúnaði og fjallaskíðum í samstarfi við verslun M-Sport Akureyri og Viking Heli Skiing. Vinsamlegast hafið samband um leigu sem fyrst fyrir námskeið. Skíðaverslanir á höfuðborgarsvæðinu bjóða einnig upp á leigu á búnaði sem tilvalið er að nýta sér. Ferðast verður á eigin bílum í dagsferðir á Tröllaskaga. Endanleg staðsetning dagsferða er valin eftir aðstæðum og veðri. Nánari útlistun á búnaði og dagskrá verður sent í tölvupósti á gesti 10 dögum fyrir komu.

Upplýsingar varðandi búnað eða dagskrá námskeiðs veitir Magnús, vinsamlegast sendið spurningar á netfangið maggi@600north.is eða í síma 869 8225.

Skilmálar

 • Við bókun þarf eingöngu þarf að greiða 25% staðfestingargjald af heildarverði á mann og verður upphæðin skuldfærð af kortinu sem skráð er á bókunina. Staðfestingagjald er óendurgreiðanlegt.
 • Eftirstöðvar verða skuldfærðar eigi síðar en 7 dögum fyrir komu, af korti sem fylgdi bókun, og fást ekki endurgreiddar komi til afbókunar en hægt er að nýta upphæðina sem inneign fyrir önnur tilboð eða gistingu hjá Keahótelum.
 • Óski gestir eftir því að breyta dagsetningu er það mögulegt, sé það gert með minnst 7 daga fyrirvara, svo lengi sem laust er á umbeðnum dagsetningum.
 • Ef ferð fellur niður vegna veðurs eða ónægrar þátttöku fæst námskeiðið endurgreitt.
 • Ef námskeiðið fellur niður vegna sóttvarnaraðgerða ríkisins verður greiðsla ekki tekin/fæst námskeiðið endurgreitt.
 • Leiðsögumenn geta aflýst og endurgreitt námskeiðishluta vegna veður- eða snjóaaðstæðna sem hefur veruleg áhrif á öryggi eða framkvæmd ferðar.

Þeir sem kaupa námskeiðið fá að auki

 • 15% afslátt af hádegisverði á Múlabergi
 • 15% afslátt af öllum drykkjum á Múlabergi
 • 15% afslátt af bílaleigubíl frá Höldur Bílaleiga
 • 25% afslátt á Hamborgarafabrikkunni og Lemon nestispakki 990 kr. á mann.
 • 25% afsláttur á Blackbox Pizzería
 • 20% afsláttur í Bjórböðum með keyptu námskeiði
 • Síðbúna útskráningu á sunnudegi
 • 15% afslátt af vörum og þjónustu hjá M-Sport á Akureyri. M-Sport er alhliða útivistarbúð sem sér einnig um þjónustu á skíðum svo sem viðgerðum og að vaxbera

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kea á Akureyri í síma 460 2080 eða á netfangið kea@keahotels.is

Bættu skemmtilegri upplifun við vetrarplanið með vinahópnum.

Við hlökkum til að taka á móti þér.