Hótel Kea Fjallaskíði 3 nætur maí

Toppum tinda á fjallaskíðum á Tröllaskaga í maí
Við bjóðum einstaka upplifun fjallaskíðunar!

159.990 kr. fyrir tvo.
79.950 kr. á mann mv. tvo í herbergi

 
 

Bjóðum einnig fjallaskíðahelgar hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref eða vilt bæta við þig þekkingu.

Við bjóðum gistingu í þrjár nætur og fjallaskíða upplifun fyrir þá sem eru komnir með grunnatriði fjalaskíðamennsku á hreint og vilja fá að skíða fjöll! Alla dagana er stefnan tekin á nýtt fjall. Námskeiðið hentar öllum sem eru komnir vel af stað í fjallaskíðin og langar að taka þátt og skíða með öflugum hópi fólks.

Fjögurra rétta sælkeraveisla á Múlabergi á miðvikudagskvöldi.

Ferðin er í samstarfi við 600 Norður Fjallaskíði. Markmiðið er kynnast öflugum hópi fólks og fá inngang í stóru fjöll Tröllaskaga á fjallaskíðum. Tveir heilir fjallaskíðadagar og tveir styttri. Sem dæmi Kerling 1538m og hæsta fjall Norðurlands farið eftir frábærri fjallaskíðaleið. Þéttskipuð dagskrá og allir dagar nýttir vel. Á hverjum degi má búast við að skíða klassískar línur og frábær fjöll í bland. Hópastærð takmarkast við 12 manns og tvo leiðsögumenn. Boðið verður upp á leiðsögn og inngang í tæknilega fjallaskíðamennsku.

Leiðir verða valdar með það í huga ná að toppa fjöll og skíða bestu leiðirnar niður af þeim. Fjallaskíðabúðir með heimafólki úr fremstu röð.

 • Þrjár nætur fyrir tvo með morgunverði getur valið helgi eða miðja viku.
 • Fjórir fjallaskíðadagar með leiðsögn og kennslu í fjallamennsku
 • Fjögurra rétta smáréttakvöldverður á Múlabergi eitt kvöld
 • Einn dagur lyftukort í Hlíðarfjall
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar
 • Aprés Ski drykkur á Múlabergi

Dagsetningar

Dagskrá

Fjórir dagar. Tveir heilir fjallaskíðadagar og tveir styttri. Innritun fyrsta dag kl. 14:00 og námskeið hefst kl. 15:00. Annar og þriðji dagur tveir heilir dagar af fjallaskíðun. Fjórði dagur útritun af hóteli og styttri fjallaskíðatúr. Morgunmatur alla daga. Dagskrá lýkur milli kl. 14:00-16:00 á fjórða degi. Apré og kvöldverður með hópnum á öðrum eða þriðja degi.

Dagur 1 - þriðjudagur

Innritun eftir kl. 14:00, námskeiðið sett á Hótel Kea kl. 15:00 þar sem farið verður yfir dagskrá helgarinnar. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er nýtt til að koma okkur sem fyrst á skíðin. Farið er yfir snjóflóðabúnað og skinnað á topp Hlíðarfjalls. Lyftukort innifalið.

Dagar 2 og 3 - miðvikudagur og fimmtudagur

Tveir heilir dagar á fjallaskíðum! Betri daginn verður KERLING 1538m klifin og skíðuð eftir frábærri fjallaskíðaleið sem inniheldur allan pakkann! Laugardags Apré Ski á Hótel Kea og kvöldverður á Múlabergi. Hinn daginn tökum við annan fjallaskíðadag og höldum inn í Eyjafjörð, út á Tröllaskaga eða á Látraströnd og finnum tilnd eftir aðstæðum. Tækifæri á frábærri skíðun og góðum degi. Nýr dagur, nýtt fjall!

Dagur 4 - föstudagur

Fjallaskíðadagur fyrir heimferð! Endum helgina á styttri fjallaskíðadag og finnum stað sem toppar helgina og býður upp á góðar aðstæður. Tökum síðustu beygjur helgarinnar og drögum saman námskeiðið eftir góða daga á fjöllum.

Umsjónarmenn námskeiðsins eru Björn Ingason og Magnús Arturo Batista. Þeir sjá um undirbúning, leiðsögn og kennslu ásamt vel völdu útivistarfólki með mikla reynslu. Björn og Magnús eru báðir reyndir fjallaleiðsögumenn og hafa um árabil verið búsettir í Ölpunum yfir vetrartímann að sækja sér þekkingu. Umsjónarmenn eru mjög virkir fyrir norðan og starfa við fjalla- og skíðaleiðsögn á Tröllaskaga og fleiri stöðum.

Atriði sem verður farið yfir

 • Stór fjöll og undirbúningur
 • Fjallaskíðabúnaður fyrir lengra komna
 • Leiðsögn á eigin búnaði
 • Skíðatækni utanbrautar og “Steep Ski”
 • Velja landslag upp og niður
 • Uppgöngutækni, skinn, boot pack, broddar, ísexi og leiðarval.
 • Kynning á “freeride” & “steep ski” og jöklaskíðun
 • Fjallamennska
 • Snjór, snjóalög og snjóflóðahætta
 • Snjóflóðabjörgun
 • Markmið fjallaskíðarans á Norðurlandi

Búnaður sem þarf að koma með

 • Fjallaskíðabúnað
 • Mannbrodda og eina ísexi
 • Fatnað
 • Bakpoka
 • Snjóflóðaýli
 • Snjóflóðastöng
 • Snjóflóðaskóflu
 • Ferðast á eigin bíl

600Norður Fjallaskíði geta aðstoðað við leigu á snjóflóðabúnaði og fjallaskíðum. Vinsamlegast hafið beint samband um leigu. Skíðaverslanir á höfuðborgarsvæðinu bjóða einnig upp á leigu á búnaði sem tilvalið er að nýta sér. Ferðast verður á eigin bílum í dagsferðir á Tröllaskaga. Endanleg staðsetning dagsferða er valin eftir aðstæðum og veðri. Nánari útlistun á búnaði og dagskrá verður send í tölvupósti 10 dögum fyrir komu.

Skilmálar

 • Við bókun þarf eingöngu þarf að greiða 25% staðfestingargjald af heildarverði á mann og verður upphæðin skuldfærð af kortinu sem skráð er á bókunina. Staðfestingagjald er óendurgreiðanlegt.
 • Eftirstöðvar verða skuldfærðar eigi síðar en 7 dögum fyrir komu, af korti sem fylgdi bókun, og fást ekki endurgreiddar komi til afbókunar en hægt er að nýta upphæðina sem inneign fyrir önnur tilboð eða gistingu hjá Keahótelum.
 • Óski gestir eftir því að breyta dagsetningu er það mögulegt, sé það gert með minnst 7 daga fyrirvara, svo lengi sem laust er á umbeðnum dagsetningum.
 • Ef ferð fellur niður vegna veðurs eða ónægrar þátttöku fæst námskeiðið endurgreitt.
 • Ef námskeiðið fellur niður vegna sóttvarnaraðgerða ríkisins verður greiðsla ekki tekin/fæst námskeiðið endurgreitt.
 • Leiðsögumenn geta aflýst og endurgreitt námskeiðishluta vegna veður- eða snjóaaðstæðna sem hefur veruleg áhrif á öryggi eða framkvæmd ferðar.

Þeir sem kaupa námskeiðið fá að auki

 • 20% afslátt af hádegisverði á Múlabergi
 • 20% afslátt af öllum drykkjum á Múlabergi
 • 15% afslátt af bílaleigubíl frá Höldur Bílaleiga
 • 25% afslátt á Hamborgarafabrikkunni og Lemon nestispakki 990 kr. á mann.
 • 25% afsláttur á Blackbox Pizzería
 • 20% afsláttur í Bjórböðum með keyptu námskeiði
 • Síðbúna útskráningu á sunnudegi
 • 15% afslátt af vörum og þjónustu hjá M-Sport á Akureyri. M-Sport er alhliða útivistarbúð sem sér einnig um þjónustu á skíðum svo sem viðgerðum og að vaxbera

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kea á Akureyri í síma 460 2080 eða á netfangið kea@keahotels.is

Upplýsingar varðandi búnað eða dagskrá námskeiðs veitir Magnús, vinsamlegast sendið spurningar á netfangið maggi@600north.is eða í síma 869 8225.

Taktu fjallamennsku og fjallaskíðaupplifun alla leið og vertu velkomin/n í hópinn.

Við hlökkum til að taka á móti þér.