Hótel Kea Skíðaganga 2021

Skíðagönguævintýri og gisting á Hótel Kea
Skemmtileg ferð með vinahópnum! Hámarksfjöldi 16 manns

Verð í janúar

75.900 kr. fyrir tvo með morgunverði
37.950 kr. á mann m.v. tvo í herbergi

Verð í febrúar

81.900 kr. fyrir tvo með morgunverði
40.950 kr. á mann m.v. tvo í herbergi

 
 

Við bjóðum einstaka skíðagönguupplifun á Akureyri í janúar og febrúar bæði virka daga og um helgar!

Gisting fyrir tvo í tvær nætur með morgunverði, þriggja klukkustunda skíðagöngunámskeið með Freydísi Hebu, sérsniðið fyrir byrjendur og lengra komna ásamt fjögurra rétta lúxus smáréttaævintýri á Múlabergi annað kvöldið. Þú getur valið um miðvikudag til föstudags eða föstudag til sunnudags.

Freydís Heba er 37 ára Ólafsfirðingur sem hefur æft og keppt á gönguskíðum frá barnsaldri og datt aftur inn í sportið fyrir fjórum árum þegar hún byrjaði að æfa fyrir Landvættina. Hún hefur keppt og tekið minni hópa í skíðagöngukennslu. Gestir okkar voru mjög ánægðir hjá henni síðastliðinn vetur og komust miklu færri að en vildu. Hámarksfjöldi er 16 manns.

Innifalið í skíðagöngupakka:

 • Tvær nætur fyrir tvo með morgunverði
 • Drykkur við komu á Hótel Kea
 • Þriggja klukkustunda námskeið með Freydísi Hebu
 • Aðgangur að sundlaug Akureyrar
 • Aprés Ski drykkur á Múlabergi á námskeiðsdegi
 • Kvöldverður á glæsilegum veitingastað Múlabergs
 • Aðgangur að upphitaðri skíðageymslu og aðstöðu á hóteli

Dagsetningar

miðvikudag - föstudags

12. - 14. janúar
26. - 28. janúar

föstudag - sunnudags

14. - 16. janúar
21. - 23. janúar
4. - 6. febrúar
25. - 27. febrúar

Dagskrá

Miðvikudagur eða föstudagur
 • Innritun eftir kl. 15:00
 • Val um kvöldverð annað kvöldið. Borðapöntun fer í gegnum gestamóttöku
 • Drykkur á Múlabergi á komudegi
Fimmtudagur eða laugardagur
 • Morgunverður á milli 07:00 og 10:00
 • Mæting kl. 10:00 á bílastæðið við Hamra. Skíðað í þrjár klst. ATH þeir sem eru á námskeiði á fimmtudegi mæta eftir hádegi eða kl. 14:00
 • Byrjað verður á tækniæfingum og svo tekinn hringur um Naustaborgir og inn í Kjarnaskóg. Nánari lýsing fer eftir aðstæðum og getu hópsins. Pása tekin eftir ca. 1,5 – 2 klst. til að nærast. Mælt er með því að fólk hafi með sér einhverja orku, drykk eða stykki til að nasla í, en ekki er mælt með bakpoka nema um sé að ræða sérstakan hlaupabakpoka sem festist einnig vel að framan. Leiðbeinandi verður með meðferðis bakpoka til að geyma drykki og orkustykki en stoppað er nálægt bílastæðinu þannig að þátttakendur geta geymt sína poka í bílnum. Eftir námskeiðið er tilvalið að skella sér á Múlaberg bistro & bar í après ski drykk
 • Val um kvöld á Múlabergi fer í gegnum gestamóttöku
Föstudagur eða sunnudagur
 • Morgunverður á milli 07:00 – 10:00

Atriði sem þarf að hafa í huga

 • Viðskiptavinur þarf að mæta með eigin búnað (gönguskíði, stafi, skó og fatnað)
 • Aðstaða til að geyma skíðin er hjá okkur, þau sem eru með áburðarskíði sjá sjálf um að bera á skíðin
 • Akstur er ekki innifalinn í tilboði

Skilmálar

 • Bókun fæst ekki endurgreidd en þú getur fært bókun 7 dögum fyrir komu
 • Við endurgreiðum námskeiðið ef það fellur niður vegna veðurs eða lágmarksþátttaka næst ekki
 • Falli námskeiðið niður vegna sóttvarnaraðgerða verður hún endurgreidd
 • Greiðslu er hægt að nýta sem inneign fyrir önnur tilboð eða gistingu hjá Keahótelum, ef afbókað er með 7 daga fyrirvara

Þeir sem kaupa námskeiðið fá að auki

 • 20% afslátt af hádegisverði á Múlabergi
 • 15% afslátt af öllum drykkjum á Múlabergi
 • 15% afslátt af bílaleigubíl frá Höldur Bílaleiga
 • 25% afslátt á Hamborgarafabrikkunni og Lemon
 • 25% afsláttur á Blackbox Pizzería
 • 15% afslátt af vörum og þjónustu hjá M-Sport á Akureyri. M-Sport er alhliða útivistarbúð sem sér einnig um þjónustu á skíðum svo sem viðgerðum og að vaxbera

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Hótel Kea á Akureyri í síma 460 2080 eða á netfangið kea@keahotels.is

Bættu skemmtilegri upplifun við vetrarplanið hjá vinahópnum.

Við hlökkum til að taka á móti þér.