Stebbi og Eyfi á Hótel Kea

Tónleikar um páskana á Hótel Kea Akureyri, föstudaginn langa 30. mars kl. 22:00

Stebbi og Eyfi í 25 árStebba og Eyfa þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en þeir hafa verið í framvarðarsveit íslenskra poppara um árabil. Á þessum árlegu tónleikum á Hótel Kea munu þeir flytja öll sín þekktustu lög sem þeir hafa sent frá sér í gegnum tíðina. Má þar nefna t.d. „Draumur um Nínu“, „Álfheiður Björk“, „Líf“, „Hjá þér“, „Undir áhrifum“, „Ég lifi í draumi“, „Góða ferð“, „Þín innsta þrá“, „Okkar nótt“ og mörg fleiri. Tvíeykið mun spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og segja óborganlegar sögur úr bransanum.

Sérstakur gestur er hinn fingrafimi hljómborðsleikari Þórir Úlfarsson.

Forsala aðgöngumiða hefst 20. mars á Hótel Kea - sími 460 2000.
Í fyrra seldist upp, tryggið ykkur miða í tíma.

Miðaverð 3.900,- kr.

 

Gisting 

Í mars og apríl bjóðum við sérstakt vetrartilboð: Gisting fyrir tvo með morgunverði á aðeins 16.500,- kr.
Athugið - takmarkað framboð herbergja.

BÓKA

Múlaberg Bistro & Bar Múlaberg Bistro & Bar Páskastemning á Hótel Kea Páskastemning á Hótel Kea