Um Hótel Kea

Hotel Kea Exterior

Hótel Kea

Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og hefur haldið virðuleika sinum í gegnum árin. Hótel Kea er eina fjögurra stjörnu hótelið á Akureyri og er staðsett í hjarta bæjarins þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir, söfn og veitingastaði. Hótelið býður upp á vel búin herbergi, veitingastað, bar, ráðstefnu og fundasali.

 


 

Hotel Kea Exterior Old

Hótel Kea í 70 ár

Saga Hótel Kea þykir hin merkilegasta. Hótel Kea hefur boðið gesti velkomna frá árinu 1944. Gæði og þjónusta hefur verið í fyrirrúmi allt frá stofnun hótelsins og hefur Hótel Kea verið miðpunktur menningar á Akureyri þar sem veislur, dansleikir og lifandi tónlist hafa oftar en ekki komið við sögu.

 

 


 

Mulaberg

Múlaberg Bistro & Bar

Múlaberg Bistro & Bar á Hótel Kea prýðir eitt fegursta horn bæjarins og má segja að enginn staður komist jafn nærri því að vera nafli alheimsins á Akureyri. Þar setja matreiðslumeistararnir saman íslensk úrvals hráefni og bistro matargerð undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrifum svo úr verður einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana. Á Múlabergi má jafnframt finna einhvern glæsilegasta bar á Norðurlandi, en fáir staðir státa af jafn vönduðu úrvali kokteila, bjórs og víntegunda.
Við hlökkum til að sjá þig á Múlaberg bistro & bar. Lesa meira