Hótel Kea í 70 ár

Saga Hótel Kea þykir hin merkilegasta. Hótel Kea hefur boðið gesti velkomna frá árinu 1944. Gæði og þjónusta hefur verið í fyrirrúmi allt frá stofnun hótelsins og hefur Hótel Kea verið miðpunktur menningar á Akureyri þar sem veislur, dansleikir og lifandi tónlist hafa oftar en ekki komið við sögu.