Staðsetning

Hótel Kea er staðsett í höfustað Norðurlands, Akureyri. Hótelið er í hjarta bæjarins við rætur Akureyrarkirkju og við enda göngugötunnar. Stutt er í alla þjónustu, banka, verslanir, veitingahús og skemmtistaði. Hótel Kea er því sérlega hentugt fyrir hvort sem er gest í viðskiptaerindum, ráðstefnugest eða hinn almenna ferðamann.

GPS hnit: 65° 40,838'N, 18° 5,382'W (ISN93: 541.845, 576.185)