Herbergi

Á Hótel Norðurlandi eru 41 björt og notaleg herbergi sem taka hlýlega á móti gestum.

Herbergin eru búin helstu þægindum eins og sjónvarpi, útvarpi og síma. Þar að auki er frí nettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásari, baðvörur, skrifborð og stóll inni á öllum herbergjum.

Gestir Hótel Norðurlands hafa aðgang að nokkrum gjaldfrjálsum bílastæðum við hótelið, þar að auki er gott framboð af klukkustæðum í grennd. Morgunverður er borinn fram á milli klukkan 07:00 - 10:00 og er innifalinn í verði. Gestir geta nálgast straujárn og strauborð í móttöku auk þess að hafa aðgang að gestatölvu. Á hótelinu er jafnframt fundaraðstaða.

Okkar krúttlegi North Bar er staðsettur á jarðhæð hótelsins þar sem gestum gefst tækifæri til þess að hafa það huggulegt í lok dags.

Athugið að engin lyfta er á hótelinu. Við bjóðum aðstoð með farangur ef þess er óskað, vinsamlegast látið móttökuna vita með góðum fyrirvara fyrir komu ef þið viljið nýta ykkur þá þjónustu.