Múlaberg

Mulaberg Bistro & BarMúlaberg Bistro & Bar á Hótel Kea prýðir eitt fegursta horn bæjarins og má segja að enginn staður komist jafn nærri því að vera nafli alheimsins á Akureyri. Þar setja matreiðslumeistararnir saman íslensk úrvals hráefni og bistro matargerð undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrifum svo úr verður einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana.

Á Múlabergi má jafnframt finna einhvern glæsilegasta bar á Norðurlandi, en fáir staðir státa af jafn vönduðu úrvali kokteila, bjórs og víntegunda.

Við hlökkum til að sjá þig á Múlaberg bistro & bar.

 

 

OPNUNARTÍMI

Mánudaga - fimmtudaga 11:30-23:00 - eldhúsið lokar klukkan 22:00
Föstudagar - sunnudaga 11:30-01:00 - eldhúsið lokar klukkan 22:00

Hafið samband í síma 460-2020 fyrir borðapantanir

Matseðill
Múlaberg kynnir með stolti glæsilegan matseðil. 


Frá klukkan 11-17 bjóðum við upp á fjölbreyttan bistro seðil sem hefur að geyma allt frá smáréttaplöttum til aðalrétta.

Klukkan 17:00 tekur við A la carte seðill, en á honum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreyttir forréttir og aðalréttir ásamt klassískum eftirréttum sem fullkomna hverja máltið.

Ekki má gleyma börnunum en á barnamatseðli Múlabergs má finna holla og vandaða rétti t.d. steiktar lambalundir, pönnusteiktan fisk og kjúklingalundir.

Matseðill

Staðsetning

- Akureyri -

Mulaberg OutsideMúlaberg prýðir eitt fallegasta horn bæjarins. Frá veitingastaðnum má sjá mörg af þekktustu kennileitum Akureyrar svo sem Akureyrarkirkju, göngugötuna og gilið. Auðvelt er að nálgast Múlaberg þar sem fjöldi bílastæða er allt í kring, auk þess sem stoppistöð strætisvagna er einungis handan við hornið.

Hvort sem þú vilt sitja á pallinum með svalandi drykk á sumardögum eða njóta notalegra vetrarkvölda þar sem stjanað er við þig, þá er Múlaberg staðurinn fyrir þig.