Jól 2017

Akureyri Jól 2017

Jól og áramót á Múlaberg Bistro & Bar / Hótel Kea

Um hátíðina er opið alla daga á Múlaberg Bistro & Bar auk þess sem hátíðarmatseðill er í boði að kvöldi aðfangadags, jóladags, gamlársdags og nýarsdags. Nauðsynlegt er að bóka borð þar sem víða í bænum eru veitingastaðir lokaðir og aðsókn því mikil. Þú getur kynnt þér opnunartíma ásamt matseðli hér að neðan og í framhaldinu haft samband við okkur með borðapöntun. 

Morgunverður á Hótel Kea verður borin fram alla daga á hefðbundnum tíma kl. 07:00 - 10:00. Gestir sem ekki gista á hótelinu geta keypt morgunverð fyrir kr. 2.300,- á mann.


Opnunartími á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag

Hádegisopnun 12:00-17:00
Kvöldopnun 18:00-21:00

Hafið samband í síma 460-2020 eða kea@keahotels.is fyrir borðapantanir


 
 Matseðill í hádeginu á Múlabergi

SJÁ HÉR 

 

HÁTÍÐARMATSEÐILL

AÐFANGADAGUR - JÓLADAGUR - GAMLÁRSDAGUR - NÝÁRSDAGUR

FORRÉTTIR

Hörpuskel - 2.400 kr
Hörpuskel með heslihnetum, blómkáli og smjörsósu með söl og dill.

Humarsúpa - 2.400 kr.
Humarsúpa með hvítu súkkulaði, kavíar og þeyttum rjóma.

Rjúpa - 2.400 kr.
Skosk rjúpa með sellerírót, rúsínumauki, bláberjum og pikkluðu rauðkáli.

AÐALRÉTTIR

Lax - 4.500 kr. 
Steiktur lax með beikon- og vorlauks kartöflumauki, laukhringjum, tómatmarmelaði og hvítvínssósu.

Blómkál - 3.090 kr.
Blómkál með steiktum sveppum, döðlusalsa, tofu, Ísbúa og svörtu ólífumauki.

Lamb - 5.900 kr.
Lambahryggvöðvi og rifið lamb með rófum, svörtum hvítlauk, toppkáli, lerkisveppum og blóðbergssósu.

Önd - 5.900 kr.
Andabringa með rauðrófusoðnum perum, bökuðum gulrótum, mandarínu og trönuberjachutney.


EFTIRRÉTTIR

Súkkulaði - 1.990 kr.
Viskí súkkulaði með Bailey´s rjóma, jarðaberjum og vanillusósu.

Epli - 1.990 kr. 
Heit Brioche brauð með karamellueplum og kanilís. 

Ostaþrenna - 1.990 kr. 
Þrjár tegundir af íslenskum ostum bornar fram með bláberjacompote, hunangi, hnetum og stökku kexi. 

Múlaberg Bistro & Bar Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar