Jól 2018

Akureyri Jól 2018

Jól og áramót á Múlaberg Bistro & Bar / Hótel Kea

Um hátíðina er opið alla daga á Múlaberg Bistro & Bar auk þess sem hátíðarmatseðill er í boði að kvöldi aðfangadags, jóladags, og gamlársdags. Nauðsynlegt er að bóka borð þar sem víða í bænum eru veitingastaðir lokaðir og aðsókn því mikil. Þú getur kynnt þér opnunartíma ásamt matseðli hér að neðan og í framhaldinu haft samband við okkur með borðapöntun. 

Morgunverður á Hótel Kea verður borin fram alla daga á hefðbundnum tíma kl. 07:00 - 10:00. Gestir sem ekki gista á hótelinu geta keypt morgunverð fyrir kr. 2.300,- á mann.


Opnunartími á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag

Hádegisopnun 12:00-17:00
Kvöldopnun 18:00-21:00

Hafið samband í síma 460-2020 eða kea@keahotels.is fyrir borðapantanir


 
 Matseðill í hádeginu á Múlabergi

SJÁ HÉR 

 

HÁTÍÐARMATSEÐILL

AÐFANGADAGUR 24. desember

Tveggja rétta máltíð 7.200,- kr. / Þriggja rétta máltíð 9.500,- kr. // Fjögurra rétta máltíð 11.600,- kr.

Súpa
Humarsúpa, steiktur humar og hvítt súkkulaðikrem

Silungur
Hægeldaður grafinn silungur með sítrónu majó, agúrku, epli, silungahrognum og söli

Lamb
Lambahryggvöðvi, beikon, döðlur, sveppir, kartöflu „terrine" með madeiragljáa

Eftirréttur
Vanillu créme brûlée

 

 

Jóladagur 25. desember

Tveggja rétta máltíð 7.400 kr,- / Þriggja rétta máltíð 9.700,- kr. // Fjögurra rétta máltíð 11.800,- kr.

Kóngakrabbi
Kóngakrabbi, brioche brauð og piparrótar remoulade 

Lax
Rauðrófugrafinn laxatartar, súrar gúrkur, kryddjurtir og sinnepssósa

Naut
Naut Wellington, spínat, „Pommes Anna‟, sellerírótarmauk og rauðvínssósa

Eftirréttur
Bláber, súkkulaði, möndlukaka

 

 

Gamlársdagur 31. desember

Tveggja rétta máltíð 7.200,- kr. / Þriggja rétta máltíð 9.500,- kr.
Fjögurra rétta máltíð ásamt kampavínsglasi 11.800,- kr.

Gæs
Grafin gæs með andaconfit, rabarbarasalati og fíkjumauki

Súpa
Jarðskokka og trufflusúpa, humar, Lychee hlaup og kartöfluflögur

Naut Rossini
Naut Rossini með kartöflu- og sveppagratíni ásamt steiktu spínati og madeirasósu

Eftirréttur
Hvítsúkkulaði- og sítrónu mousse, skyr sorbet og pera

Múlaberg Bistro & Bar Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar