Kokteilar

Passion Fruit Mohito

 

PASSION FRUIT MOHITO

Nýtt tvist á hefðbundnum Mohito sem kemur á óvart. Sérgert ástaraldinsýróp setur tóninn í þessum svalandi sumardrykk. Mohito aðdáendur verða ekki sviknir af þessum!

Ástaraldin, Passoa, romm, lime, mynta og hrásykur. 


Purple rain

 

PURPLE RAIN

Hressandi kokteill með bláberjatón. Þessi er fyrir alla þá sem vilja sitja úti í sólinni með stæl, þar sem hann er borinn fram í útskornu kristalsglasi fagurlega skreyttur.

Bláber, vodka, Malibu og limesafi.


Flubber

 

FLUBBER

Við fyrstu sýn lítur hann út fyrir að vera nýkominn af tilraunastofunni en þegar þú bragðar á honum er hann með góðan ávaxtakeim. Ferskt bananabragðið leikur skemmtilega við rommið og vegur vel upp á móti því. Við mælum með þessum fyrir ævintýragjarna.

Pisang ambon, romm, sykursýróp og sítrónusafi.


King Hendrick

 

KING HENDRICK

Ef þú elskar gin þá elskar þú þennann. Ferskur og frábær blandaður með hinu geysivinsæla Hendrick´s gini.

Bacardi limon, gúrkusafi og Hendrick´s gin.


Goblin

 

GOBLIN

Ferskt ávaxtabragð með sítrónutón, þessi hressir og kætir.

Kívílíkjör, melónulíkjör, vodki og sítrónusafi.


Blame it on the Whiskey

 

BLAME IT ON THE WHISKEY

Silkimjúkur kokteill sem kemur skemmtilega á óvart. Sítrónusafinn vegur faglega upp á móti viskíinu svo útkoman verður ferskur drykkur sem svíkur engan.

Hunangs-viskí, vanilla, hunang og sítrónusafi.


Fizzy Sangria

 

FIZZY SANGRIA

Þessi tilheyrir elítunni. Okkur finnst hún svo góð að hún hefur fengið að sitja alla seðla síðan við opnuðum og er hún því orðin ein af fjölskyldunni. Ekki nóg með það að hún sé bragðgóð, frískaleg og sæt, þá er hún líka frekar ákveðin en kann svo vel að fara með það. Byggð upp á eðal vínum, ferskum ávöxtum og toppuð með freyðivíni gerir okkur kleift að mæla eindregið með henni.

Jarðarberja og rósmarin sýróp, sítrónusafi, koníak, grand marnier, bitter, freyðivín, jarðaber og appelsínur


 Golden Gate

 

GOLDEN GATE

Hér er á ferðinni fágun í glasi. Ímyndaðu þér að vera komin aftur til þriðja áratugs síðustu aldar; the Great Gatsby, flapper kjólar, pallíettur og pressaðar skyrtur. Þennan kokteil skal drekka með stæl.

Vodki, vanillulíkjör, sýróp, bitters og ananassafi. 


Harley Quinn

 

HARLEY QUINN

Dömurnar eru að missa sig yfir þessum suðræna, berjaríka og fagur rauða hanastéli. Hann er í senn sætur, ferskur, suðrænn & seiðandi.

Passoa, ljóst romm, hindber, jarðaberja og rósmarín sýróp, limesafi og sódavatn


Gustav

 

GUSTAV

Þessi er fyrir alla sem vilja njóta sólarinnar með svalandi drykk í hönd. Gústav er byggður upp á Xanté sem er líkjör blandaður af perum og koníaki, ferskri myntu og engiferöli sem gerir hann í senn ferskan, sætan og mjúkan.

Xanté, engiferöl, hrásykur, mynta og lime


Strawberry Basil Margarita

 

STRAWBERRY BASIL MARGARITA

Þessi er æði. Þessi skvísa er yndislega dömuleg, eldrauð og full af jarðaberjum borin fram í martini glasi. Jarðaberin og fersk basillaufin tóna virkilega vel saman. Mulinn ísinn gerir það að verkum að hann helst kaldur á meðan þú dreipir af honum í sólinni á pallinum í sumar.

Maraschino, cointreau, tekíla, sykursýróp, limesafi, basillauf og jarðaber


Moscow Mule

 

MOSCOW MULE

Moscow Mule er gamalkunnur kokteill. Bæði er hann að verða góðkunningi gesta Múlaberg og hefur gert garðinn frægan um gjörvallan heim. Hann er einstaklega ferskur og svalandi í sumarsólinni á pallinum. Stelpurnar elska engiferbjórinn ekkert síður en strákarnir en strákarnir falla fyrir groddaralegum töffara stílmum á honum.

Vodki, lime og engifer bjór


 Espresso Yourself

 

ESPRESSO YOURSELF

Eins og að drekka desert með röri, kaffiunnendur ættu ekki að láta þennan fram hjá sér fara.

Baileys, malibu, vodki, karamellusýróp og espresso.