Matseðill

Múlaberg Bistro & BarBistro & Bar

Á Múlaberg bistro og bar er glæsilegur matseðill með úrval girnilegra rétta. Áhersla er lögð á úrvals hráefni og bistro matargerð undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrifum. Útkoman er einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana sem enginn verður svikinn af.

Barnamatseðill Múlabergs býður upp á úrval hollra og vandaðra rétta t.d. steiktar lambalundir, pönnusteiktann fisk og kjúklingalundir.

Á Múlabergi má jafnframt finna einhvern glæsilegasta bar á Norðurlandi, en fáir státa af jafn vönduðu úrvali kokteila, bjórs og víntegunda. Eftir rölt um miðbæinn eða góðann dag á skíðum er notalegt að setjast með drykk í hönd í huggulegu umhverfi Múlabergs.

 


Hafið samband í síma 460-2020 fyrir borðapantanir


DAGSEÐILL

Frá klukkan 11:00 - 17:00 bjóðum við upp á fjölbreyttan bistro matseðil sem hefur að geyma allt frá smáréttaplöttum til aðalrétta. Súpa dagsins og réttur dagsins eru spennandi valkostir auk fisks dagsins sem er sérvalinn og matreiddur ferskur hverju sinni.

Gestum gefst kostur á að kaupa hádegiskort á Múlaberg sem gildir í hádeginu frá klukkan 11:30-14:00. Kortið kostar 9.000 kr, innifalið eru fimm hádegisverðir og getur eigandi kortsins valið milli þess að fá súpu dagsins ásamt fiskrétt eða kjötrétt dagsins. Ferskt hráefni og fjölbreyttir réttir ásamt hraðri og góðri þjónustu er góður kostur í hádeginu.

Bistro matseðill - Múlaberg Bistro & Bar


A LA CARTE SEÐILL

A la carte seðill Múlabergs státar af úrvali vandaðra rétta sem kitla bragðlaukana, fjölbreyttir forréttir og aðalréttir ásamt klassískum eftirréttum sem fullkomna hverja máltíð. Fyrir þá sem vilja gera vel við sig er tilvalið að velja íslenska sælkeraseðilinn með sérvöldu hráefni úr héraði. Þjónarnir okkar hjálpa gestum að velja viðeigandi vín með hverjum rétti og veita persónulega og góða þjónustu.


VÍNSEÐILL

Á Múlabergi er einhver glæsilegasti bar á Norðurlandi, en fáir staðir státa af jafn vönduðu úrvali kokteila, bjórs og víntegunda. Þjónarnir okkar hjálpa til við val á vínum með réttum á matseðli og töfra fram girnilega kokteila og aðra drykki á barnum. Happy hour er frá 16:00 - 18:00 alla daga en þá bjóðum við upp á veglegan afslátt af drykkjum. Eftir rölt um miðbæinn eða góðan dag á skíðum er notalegt að setjast með drykk í hönd í huggulegu umhverfi Múlabergs.

Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar Múlaberg Bistro & Bar Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar