Staðurinnn

Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar

Múlaberg býr að áralangri reynslu frá veitingarekstri Hótel Kea, sem er forveri Múlabergs bistro & bar. Þegar hótelið gekk í gegnum endurbætur árið 2013 var tekin sú ákvörðun að nýta þann möguleika að opna betur framhlið hótelsins og setja upp útisvæði þar sem gestir geta setið á góðum sumardögum og notið veðursins. Samhliða breytingunum opnaði Múlaberg bistro & bar í rými þar sem áður var fundarsalur sem bar þetta sama nafn.

Með tilkomu Múlabergs bistro & bar geta gestir hótelsins og aðrir bæjabúar nú notið góðra veitinga í huggulegu umhverfi, en hvergi var til sparað í hönnun á veitingastaðnum. Staðurinn býður upp á veglegan dagseðil og glæsilegan A la carte seðil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á Múlabergi má jafnframt finna einhvern glæsilegasta bar á Norðurlandi, en fáir státa af jafn vönduðu úrvali kokteila, bjórs og víntegunda.

 

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga 11:30-23:00 - eldhúsið lokar klukkan 22:00
Föstudagar - sunnudaga 11:30-01:00 - eldhúsið lokar klukkan 22:00

Hafið samband í síma 460-2020 fyrir borðapantanir


Múlaberg Bistro & BarHópar

Vinkonuhittingur, fundur með samstarfsaðilum eða stórfjölskyldan á góðum degi? Á Múlabergi bistro & bar bjóðum við upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir hópa af öllum stærðum. Á Múlabergi erum við með sæti fyrir allt að 36 manns þar sem við tökum á móti litlum hópum auk þess sem við getum tekið á móti allt að 120 manns í veitingasölum Hótel Kea. Hafðu samband við okkur í síma 460-2020 eða á mulaberg@keahotels.is til að fá nánari upplýsingar.

 

 


Múlaberg VeislurViðburðir

Hótel Kea hefur löngum verið þekkt fyrir glæsilegar veislur, fyrsta flokks veitingar og faglega þjónustu. Veislusalir hótelsins henta vel fyrir viðburði eins og árshátíðir, ráðstefnur, móttökur, brúðkaupsveislur og erfidrykkjur. Salirnir eru allir vel tæknivæddir, búnir nýjustu tækjum og búnaði og henta því einnig vel fyrir fundi og kynningar. Starfsfólk okkar leggur sig fram við að finna lausnir fyrir öll tilefni. Hafðu samband í síma 460-2020 eða á mulaberg@keahotels.is til að fá nánari upplýsingar.

 

 

Múlaberg Bistro & Bar Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar Hótel Kea Múlaberg Bistro & Bar