Herbergi

Á Reykjavík Lights eru 105 fallega innréttuð herbergi í skandinavískum stíl. Hvert og eitt þeirra skartar sinni eigin litapalettu með vísan í gamla íslenska tímatalið, auk þess sem fróðleikur sem tengist viðeigandi árstíð prýðir hvert herbergi. 

Herbergin á Reykjavík Lights eru búin helstu þægindum eins og sjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, útvarpi og síma. Þar að auki er frí nettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásari, baðvörur, RB rúm, skrifborð og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum.

Fyrir þá sem vilja rýmri herbergi bjóðum við upp á Superiorherbergi.

Gestir Reykjaík Lights hafa aðgang að gjaldfrjálsri bílageymslu við hótelið. Morgunverður er borinn fram á milli klukkan 07:00 - 10:00 og er innifalinn í verði. Gestir geta nálgast straujárn og strauborð í móttöku auk þess að hafa aðgang að gestatölvum. Á Reykjavík Lights er fundarherbergi fyrir allt að 10 manns ásamt hjólaleigu.