Staðsetning

Reykjavík Lights Hótel er staðsett í hjarta Reykjavíkur í göngufæri við miðbæinn, verslanir, veitingahús, söfn og skemmtistaði.

Hótelið er í jaðri Laugardalsins sem býður uppá fjölbreytta afþreyingu, en þar er að finna eina bestu útisundlaug borgarinnar, auk Grasagarðsins, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og skautahallarinnar.

Hótelið býður uppá bílastæði fyrir gesti án endurgjalds.