Herbergi

Á Sand Hótel eru 78 glæsilega innréttuð herbergi með áherslu á afslappað andrúmsloft og tímalausa hönnun. Saga húsanna endurspeglast í klassískum og hágæða áherslum í húsgagnavali auk þess sem hvert herberbergi státar af sérvöldu nútímalistaverki.

Herbergin á Sand Hótel eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjá með innlendum og erlendum rásum, öryggishólfi og kæli. Þar að auki er frí internettenging, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásari, baðsloppur, baðvörur frá Molton Brown, Serta rúm, skrifborð, Marshall hátalari, Nespresso kaffivél og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum. Gestir geta fengið straujárn og strauborð sent upp á herbergi sé þess óskað. Líkamsræktarsalur er á staðnum.

Fyrir þá sem vilja enn meiri lúxus bjóðum við upp á fjölskyldu- og Superior herbergi, Junior Svítu og hina einstöku Sand Svítu.